Innlent

Líkamsárásir kærðar í Vestmannaeyjum

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir Páskahelgina og var í báðum tilvikum um minniháttar áverka að ræða. Báðar árásirnar áttu sér stað aðfaranótt 3. apríl. Önnur í Höllinni þar sem dyravörður var sleginn af gesti staðarins en hin átti sér stað við heimahús í Áshamri.

Árásarmaðurinn var handtekinn og fékk gistingu í fangageymslu lögreglustöðvarinnar þar til hann var hæfur til skýrslutöku.

Sami aðili mun hafa skemmt bifreiðar fyrir utan sama hús.

Miðvikudaginn 31. mars sl. var lögreglu tilkynnt um þjófnað á verkfærum og smáhlutum frá Gistihúsinu Hamri. Sama dag var tilkynnt um innbrot á Pizza 67 en þaðan var stolið bjór, sterku áfengi og peningum.

Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en grunur leikur á að sami aðili sé að verki. Biður lögreglan þá sem einhverjar upplýsingar hafa um hugsanlega gerendur í þessum tveimur tilviku að hafa samband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×