Enski boltinn

Kuranyi orðaður við Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Kuranyi í leik með Schalke.
Kevin Kuranyi í leik með Schalke. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City er sagt vera eitt þeirra fjögurra félaga sem hafa áhuga á að fá þýska framherjann Kevin Kuranyi í sínar raðir.

Þetta kemur fram í þýska götublaðinu Bild í dag. Besiktas og Fenerbahce frá Tyrklandi eru einnig sögð hafa áhuga á Kuranyi, sem og Dinamo Moskva frá Rússlandi.

Kuranyi er nú á mála hjá Schalke en samningur hans rennur út í sumar. Hann hefur skorað átján mörk á tímabilinu og alls meira en 100 mörk á ferli sínum í þýsku úrvalsdeildinni.

Bayern og Schalke eru jöfn á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×