Lögmaður gagnrýnir harðlega gæsluvarðhald yfir flúorsmyglara 19. febrúar 2010 20:53 Lögmaður karlmanns, sem var handtekinn á Leifsstöð í desember með 3,7 kíló af 4-flúoróamfetamíni, gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir að hafa ekki upplýst Héraðsdóm Reykjaness um eðli efnanna þegar ákvörðun var tekin um gæsluvarðhald yfir manninum þann 19. janúar síðastliðin. Verjandi mannsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir að sakborningurinn og hann sjálfur hafi ekki vitað að maðurinn hafi í raun verið með efni sem ekki eru flokkuð sem ólögleg eiturlyf á Íslandi, það er 4-flúoróamfetamín. Athygli vakti í dag að Hæstiréttur Íslands snéri úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manninum þar sem í ljós kom að maðurinn hafði þetta sérkennilega efni undi höndum þegar hann var handtekinn. Sjálfur stóð hinn meinti smyglari í þeirri trú að hann hefði verið með kókaín í tösku sem hann flutti hingað til lands. Rannsókn Rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði leiddi hinsvegar í ljós í byrjun janúar að efnið sem maðurinn hafði undir höndum væri náskylt amfetamíni og heitir 4-flúoróamfetamín. Efnið er ekki ólöglegt á Íslandi en engar tilraunir hafa verið gerðar á mönnum til þess að kanna hvaða áhrif efnið hefur á mannskepnuna. Því þykir Sveini Andra sérkennilegt að þessi matsgerð hafi ekki verið lögð fyrir dómara Héraðsdóms Reykjaness í janúar þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir manninum sem er íslenskur og á þrítugsaldri. Sjálfur er Sveinn Andri sannfærður um að dómurinn hefði ekki fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald hefði héraðsdómur verið upplýstur um raunverulegt eðli efnanna. Því telur Sveinn Andri að maðurinn hafi setið að ósekju í gæsluvarðhaldi í heilan mánuð. Þess má einnig geta að matsskýrsla háskólans lá fyrir 7. janúar. Sakborningurinn hafi hinsvegar ekki verið upplýstir um efnin fyrr en 8. febrúar eða mánuði síðar. Lögreglan fékk því fram gæsluvarðhald í formi blekkingar," segir Sveinn Andri sem er ekki sáttur við vinnubrögð lögreglunnar. Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Lögmaður karlmanns, sem var handtekinn á Leifsstöð í desember með 3,7 kíló af 4-flúoróamfetamíni, gagnrýnir lögregluna harðlega fyrir að hafa ekki upplýst Héraðsdóm Reykjaness um eðli efnanna þegar ákvörðun var tekin um gæsluvarðhald yfir manninum þann 19. janúar síðastliðin. Verjandi mannsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir að sakborningurinn og hann sjálfur hafi ekki vitað að maðurinn hafi í raun verið með efni sem ekki eru flokkuð sem ólögleg eiturlyf á Íslandi, það er 4-flúoróamfetamín. Athygli vakti í dag að Hæstiréttur Íslands snéri úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manninum þar sem í ljós kom að maðurinn hafði þetta sérkennilega efni undi höndum þegar hann var handtekinn. Sjálfur stóð hinn meinti smyglari í þeirri trú að hann hefði verið með kókaín í tösku sem hann flutti hingað til lands. Rannsókn Rannsóknarstofu HÍ í lyfja- og eiturefnafræði leiddi hinsvegar í ljós í byrjun janúar að efnið sem maðurinn hafði undir höndum væri náskylt amfetamíni og heitir 4-flúoróamfetamín. Efnið er ekki ólöglegt á Íslandi en engar tilraunir hafa verið gerðar á mönnum til þess að kanna hvaða áhrif efnið hefur á mannskepnuna. Því þykir Sveini Andra sérkennilegt að þessi matsgerð hafi ekki verið lögð fyrir dómara Héraðsdóms Reykjaness í janúar þegar krafist var gæsluvarðhalds yfir manninum sem er íslenskur og á þrítugsaldri. Sjálfur er Sveinn Andri sannfærður um að dómurinn hefði ekki fallist á áframhaldandi gæsluvarðhald hefði héraðsdómur verið upplýstur um raunverulegt eðli efnanna. Því telur Sveinn Andri að maðurinn hafi setið að ósekju í gæsluvarðhaldi í heilan mánuð. Þess má einnig geta að matsskýrsla háskólans lá fyrir 7. janúar. Sakborningurinn hafi hinsvegar ekki verið upplýstir um efnin fyrr en 8. febrúar eða mánuði síðar. Lögreglan fékk því fram gæsluvarðhald í formi blekkingar," segir Sveinn Andri sem er ekki sáttur við vinnubrögð lögreglunnar.
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira