Innlent

Þarf ekki að skerða þjónustu

Þungur rekstur Ljóst er að rekstur Strætó verður þungur þrátt fyrir betri afkomu á síðasta ári.Fréttablaðið/xxxxxxx
Þungur rekstur Ljóst er að rekstur Strætó verður þungur þrátt fyrir betri afkomu á síðasta ári.Fréttablaðið/xxxxxxx

Strætó bs. hagnaðist um 296 milljónir króna á síðasta ári eftir fjármagnsliði. Verulegur viðsnúningur hefur orðið á neikvæðri stöðu eigin fjár, samkvæmt tilkynningu á vef fyrirtækisins.

Eigið fé Strætó var neikvætt um 150 milljónir króna í fyrra, en var neikvætt um 638 milljónir árið á undan. Í tilkynningunni segir að viðsnúningurinn á rekstrinum þýði að hægt verði að halda uppi óbreyttu þjónustustigi þrátt fyrir kostnaðarhækkanir. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×