Innlent

Um 90% ferðuðust innanlands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ferðaþjónustan var blómleg á Íslandi í fyrra. Mynd/ Stefán.
Ferðaþjónustan var blómleg á Íslandi í fyrra. Mynd/ Stefán.
Níu Íslendingar af hverjum tíu ferðuðust innanlands á árinu 2009, samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Ferðamálastofu. Þetta er nokkuð hærra hlutfall en fyrri kannanir Ferðamálastofu hafa sýnt.

Tveir af hverjum þremur fóru í þrjár eða fleiri ferðir innanlands og þrír af hverjum fjórum gistu sjö nætur eða lengur en á heildina litið gistu landsmenn að jafnaði 14,3 nætur á ferðalögum innanlands árið 2009.



Samdráttur í utanferðum



Samkvæmt könnuninni ferðuðust tveir af hverjum fimm bæði innanlands og utan og fjögur prósent eingöngu utanlands. Átta prósent ferðuðust hins vegar ekki neitt. Þannig ferðaðist innan við helmingur landsmanna til útlanda sem gefur til kynna verulegan samdrátt í utanferðum landsmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×