Vel heppnað transkvöld: Tólf mættu Erla Hlynsdóttir skrifar 19. október 2010 15:08 Ugla Stefanía er mjög ánægð með hversu margir mættu á fræðslukvöldið Tólf manns mættu á trans-ungmennakvöld sem haldið var um helgina. Viðburðurinn var ætlaður ungu transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni, og var haldinn í regnbogasal Samtakanna 78. Ugla Stefanía Jónsdóttir segir að henni hafi komið skemmtilega á óvart hversu margir mættu. „Þetta var alveg frábært," segir hún. Ugla fæddist sjálf í líkama karls en hefur hafið ferli til leiðréttingar á kyni hennar. „Við bjuggumst alls ekki við svona mörgum. Sumir sem mættu voru meira að segja ekki komnir út," segir Ugla og á þar við að þeir hafi ekki opinberað að þeir teldu sig fædda í líkama af röngu kyni.Miklu fleiri en í fyrra Ugla kom að skipulagningu ungmennakvöldsins en markmiðið með kvöldinu var að fræða og veita stuðning. Henni finnst því mjög ánægjulegt að þarna hafi mætt fólk sem ekki hefur þorað að stíga fram áður. „Þarna var fólk sem vissi ekki hvernig aðgerðin gengur fyrir sig og vantaði upplýsingar," segir hún. Á síðasta ári var einnig haldið fræðslukvöld fyrir ungt transfólk en þá mættu aðeins örfáar hræður. Ugla telur ástæðu þess að fleiri mættu nú vera þá að umræðan um málefni transfólks sé orðin opnari.Fær bráðum kvenhormón Ugla er aðeins nítján ára og byrjar á næstu vikum hormónameðferð þar sem henni eru gefin kvenhormón. Nokkur tími kemur til með að líða þar til hún fer í aðgerðir til að kynleiðréttingar. „Undirbúningurinn fyrir hormónameðferðina er að lifa eftir kynhlutverkinu sem maður ætlar að láta leiðrétta sig í. Það felst í því að ég fór að ganga undir kvenkyns nafni og segja fólki frá því hvert framhaldið yrði ," segir Ugla. Auk þess þarf fólk að gangast undir sálfræðipróf áður en það byrjae í hormónameðferð og hefur Ugla lokið því. Algjör trúnaður ríkir um hverjir mættu á fundinn og voru myndatökur með öllu bannaðar. Fundurinn var opinn ungu transfólki upp að þrítugu, og öllum þeim sem telja sig á einhvern hátt telja sig vera transgender, en það orð hefur hér á landi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni.Ókunnugt fólk stolt af þeim Ugla Stefanía var í opinskáu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir nokkru þar sem hún sagði sögu sína, ásamt Hans Miniar Jónssyni, 27 ára karlmanni sem fæddist í líkama konu. Ugla segir að þau hafi fengið afar góð viðbrögð við viðtalin „Ókunnugt fólk hefur komið upp að okkur úti í búð eftir þetta og sagst vera stolt af okkur," segir hún. Á næstunni er fyrirhugað að halda málþing um álefni transfólks á Íslandi, en orðið transgender hefur verið notað hér á landi sem eins konar regnhlífahugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni. Ungmennakvöldið var skipulagt í samstarfið við félögin Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin 78, Ungliðahreyfingu samtakanna 78 og Samtökin 78 á Norðurlandi. Tengdar fréttir Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tólf manns mættu á trans-ungmennakvöld sem haldið var um helgina. Viðburðurinn var ætlaður ungu transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni, og var haldinn í regnbogasal Samtakanna 78. Ugla Stefanía Jónsdóttir segir að henni hafi komið skemmtilega á óvart hversu margir mættu. „Þetta var alveg frábært," segir hún. Ugla fæddist sjálf í líkama karls en hefur hafið ferli til leiðréttingar á kyni hennar. „Við bjuggumst alls ekki við svona mörgum. Sumir sem mættu voru meira að segja ekki komnir út," segir Ugla og á þar við að þeir hafi ekki opinberað að þeir teldu sig fædda í líkama af röngu kyni.Miklu fleiri en í fyrra Ugla kom að skipulagningu ungmennakvöldsins en markmiðið með kvöldinu var að fræða og veita stuðning. Henni finnst því mjög ánægjulegt að þarna hafi mætt fólk sem ekki hefur þorað að stíga fram áður. „Þarna var fólk sem vissi ekki hvernig aðgerðin gengur fyrir sig og vantaði upplýsingar," segir hún. Á síðasta ári var einnig haldið fræðslukvöld fyrir ungt transfólk en þá mættu aðeins örfáar hræður. Ugla telur ástæðu þess að fleiri mættu nú vera þá að umræðan um málefni transfólks sé orðin opnari.Fær bráðum kvenhormón Ugla er aðeins nítján ára og byrjar á næstu vikum hormónameðferð þar sem henni eru gefin kvenhormón. Nokkur tími kemur til með að líða þar til hún fer í aðgerðir til að kynleiðréttingar. „Undirbúningurinn fyrir hormónameðferðina er að lifa eftir kynhlutverkinu sem maður ætlar að láta leiðrétta sig í. Það felst í því að ég fór að ganga undir kvenkyns nafni og segja fólki frá því hvert framhaldið yrði ," segir Ugla. Auk þess þarf fólk að gangast undir sálfræðipróf áður en það byrjae í hormónameðferð og hefur Ugla lokið því. Algjör trúnaður ríkir um hverjir mættu á fundinn og voru myndatökur með öllu bannaðar. Fundurinn var opinn ungu transfólki upp að þrítugu, og öllum þeim sem telja sig á einhvern hátt telja sig vera transgender, en það orð hefur hér á landi verið notað sem regnhlífarhugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni.Ókunnugt fólk stolt af þeim Ugla Stefanía var í opinskáu viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir nokkru þar sem hún sagði sögu sína, ásamt Hans Miniar Jónssyni, 27 ára karlmanni sem fæddist í líkama konu. Ugla segir að þau hafi fengið afar góð viðbrögð við viðtalin „Ókunnugt fólk hefur komið upp að okkur úti í búð eftir þetta og sagst vera stolt af okkur," segir hún. Á næstunni er fyrirhugað að halda málþing um álefni transfólks á Íslandi, en orðið transgender hefur verið notað hér á landi sem eins konar regnhlífahugtak yfir þá sem fæðst hafa í líkama af röngu kyni. Ungmennakvöldið var skipulagt í samstarfið við félögin Trans-Ísland, Q-félag hinsegin stúdenta, Samtökin 78, Ungliðahreyfingu samtakanna 78 og Samtökin 78 á Norðurlandi.
Tengdar fréttir Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tækifæri fyrir transfólk til að stíga fram Trans-ungmennakvöld verður haldið í regnbogasal Samtakanna 78 á laugardagskvöldið. Viðburðurinn er miðaður að transfólki, þeim sem telja sig hafa fæðst í líkama af röngu kyni. 13. október 2010 09:46