Enski boltinn

Tímabilið hjá Essien líklega búið

Eiríkur Stefán ásgeirsson skrifar
Michael Essien í leik með Chelsea.
Michael Essien í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Líklegt er að Michael Essien spili ekki meira með Chelsea það sem eftir lifir tímabilsins en útilokað er að hann verði með liðinu þegar það mætir Stoke í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.

Essien hefur verið frá síðan hann meiddist í leik gegn Apoel Nicosia í Meistaradeild Evrópu í desember. Hann meiddist svo á hné þegar hann var með landsliði sínu, Gana, í Afríkukeppninni í janúar.

Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en á eftir að spila við Stoke, Liverpool og Wigan í síðustu umferðum deildarinnar auk þess sem það mætir Portsmouth í úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Þó er búist við því að Essien verði búinn að jafna sig fyrir HM í Suður-Afríku í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×