Innlent

Eiríkur Bergmann vinnur fyrir Norðmenn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dr. Eiríkur Bergmann Einarsson vinnur úttekt á áhrifum EES á Ísland.
Dr. Eiríkur Bergmann Einarsson vinnur úttekt á áhrifum EES á Ísland.
Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja allsherjarúttekt á stöðu EES-samningsins.

Í fréttatilkynningu frá Háskólanum á Bifröst kemur fram að landslið norskra Evrópufræðimanna hafi verið sett saman til að fara ofan í saumana á áhrifum EES samningsins á norskt samfélag frá því hann gekk í gildi í ársbyrjun 1994. Hverjum steini í samskiptum Noregs, Íslands og Lichtenstein við Evrópusambandið verði velt við í viðamestu rannsókn á EES-samningnum sem fram hefur farið.

Norski rannsóknarhópurinn fékk dr. Eirík Bergmann, forstöðumann Evrópufræðaseturs og dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, til að vinna að alhliða rannsókn á áhrifum EES-samningsins á íslenskt samfélag. Ráðgert er að niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×