Innlent

Forsetinn fær undirskriftirnar í fyrramálið

Jón Hákon Halldorsson skrifar
Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna Indefence.
Ólafur Elíasson, einn forsvarsmanna Indefence.
Indefence hópurinn mun afhenda forseta Íslands undirskriftir tugþúsunda Íslendinga vegna Icesave frumvarpsins á Bessastöðum klukkan ellefu á morgun.

Hópurinn hvetur alla Íslendinga til að koma á Bessastaði og til að sýna alþjóðasamfélaginu samhug í verki. Fyrir afhendingu undirskriftanna verður sungið eitt ættjarðarljóð og að því loknu kveikt á blysum.

Í tilkynningu frá InDefence segir að hópurinn óski þess að athöfnin fari fram á virðulegan hátt, eins og hæfir tilefninu. Afhendingin sé ekki vettvangur fyrir mótmæli af neinu tagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×