Innlent

Sjúkraflutningamenn fóru í hátt í 50 útköll

Dælubílar slökkviliðsins fóru í 14 útköll og þurfti slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að sinna alls 48 sjúkraflutningum. Um helmingur þeirra var skilgreindur sem neyðartilfelli. Útköll á dælubíla voru flest vegna íkveikja, en nokkuð var um að kveikt væri í ruslatunnum og blaðagámum.

Gler sprakk í sjö rúðum á leikskólanum Hálsakoti í Hálsaseli í Breiðholti þar sem kveikt hafði verið í ruslatunnu skammt frá og eldurinn teygt sig í nærliggjandi grindverk og sprungu rúðurnar vegna hitageislunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×