Innlent

Fyrsta barn ársins á Landspítalanum var stúlka

Fyrsta barn ársins á kvennadeild Landspítalans var stúlka sem fæddist tuttugu og átta mínútur yfir miðnætti. Fyrri hluti á kennitölu hennar er því ekki af lakara taginu og er 01.01.10. Stúlkan var rúmlega sextán merkur og fimmtíu og tveir sentimetrar.

Fæðingin gekk ljómandi vel að sögn ljósmóður í hreiðrinu og heilsast mæðgum vel. Foreldrarnir voru á heimleið um tíu leytið í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×