Innlent

Gríðarleg svifryksmengun af völdum flugelda

Það var fallegt yfir Grafarvoginum í gærkvöld. Mynd/ Pjetur.
Það var fallegt yfir Grafarvoginum í gærkvöld. Mynd/ Pjetur.
Gríðarlega mikil svifryksmengun varð af völdum flugelda uppúr miðnætti á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna stillu. Þetta er þó ekki mesta mengun sem mælst hefur á gamlárskvöld en hún stóð yfir í lengri tíma en gengur og gerist.

Veður var gott í gærkvöld og fram eftir nóttu. Landsmenn skutu upp gríðarlegu magni flugelda eins og venja er og ekki fór það framhjá neinum að loftið varla bærðist. Svifryksmengun mældist mjög há við gatnamót stakkahlíðar og Miklabrautar, við Grensásveg og í fjölskyldu og húsdýragarðinum.

Til samanburðar á venjulegum umferðardegi geta mælingar á svifryki farið upp fyrir hundrað míkrógrömm á rúmmeter en upp úr miðnættí gær fóru mælingar yfir þúsund míkrógrömm á rúmmetra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×