Ögmundur: Sérlega ógeðfellt 29. júní 2010 09:06 Ögmundur Jónasson. Mynd/Stefán Karlsson Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. "Þetta er stuðningur sem tengist aðildarviðræðum, en hins vegar er þetta óafturkræft þótt ekkert verði af aðild," segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brussel og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. "Þetta getur þannig nýst okkur með ýmsum hætti, til dæmis sem stuðningur vegna stofnanauppbyggingar og við fjárfestingar. Evrópusambandið hefur stutt önnur ríki með þessum hætti sem hafa farið þessa leið og lítur á það sem skyldu sína að koma til móts við ríki sem standa í þessu ferli, enda gerir ESB sér grein fyrir því að aðildarviðræður eru flókið og umfangsmikið ferli sem getur reynt á stjórnsýslu ríkja." "Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur," segir Þóra Magnúsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. "Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu ESB, hvað við gerum vel og hverju þarf að breyta." "Það kostar náttúrlega sitt að fara í gegnum þennan feril þannig að það er svo sem sjálfsagt að taka við því fé sem býðst í þessu efni," segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, "en menn ættu samt að hugsa þetta betur því þetta er stuðningur sem var hugsaður fyrir ríki í Austur- og Suður-Evrópu, ríki sem hafa staðið verr efnahagslega en ESB. Þetta er sem sagt eins konar þróunaraðstoð og sumpart skrýtið að ríkt ríki eins og Ísland sé að taka til sín þetta fé. Við þurfum ekkert á þessu að halda til að uppfylla skilyrði aðildar, en eigi að síður heyrir maður að þeir ætli að veita okkur ríkulega af þessu eins og um þróunarríki væri að ræða. Svo er spurning hvort Íslendingar vilji það." "Mér finnst þetta sérlega ógeðfellt," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. "Við höfum gengið til þessara samninga á jafnræðisgrundvelli til að kanna forsendur fyrir því hvort Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki. En þessar kvaðir um að aðlaga okkar stjórnsýslu að stjórnsýslu Evrópusambandsins, með öðrum orðum að laga okkur að ESB í þessu viðræðuferli miðju, er nokkuð sem margir höfðu nú ekki reiknað með að væri jafn umfangsmikið og raun ber vitni. Svo þegar í ofanálag er verið að bera á okkur fé með þessum hætti, þá veldur það óneitanlega örlítilli velgju." Tengdar fréttir Milljarða styrkir fyrir aðildarviðræður Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. 29. júní 2010 06:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. "Þetta er stuðningur sem tengist aðildarviðræðum, en hins vegar er þetta óafturkræft þótt ekkert verði af aðild," segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brussel og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. "Þetta getur þannig nýst okkur með ýmsum hætti, til dæmis sem stuðningur vegna stofnanauppbyggingar og við fjárfestingar. Evrópusambandið hefur stutt önnur ríki með þessum hætti sem hafa farið þessa leið og lítur á það sem skyldu sína að koma til móts við ríki sem standa í þessu ferli, enda gerir ESB sér grein fyrir því að aðildarviðræður eru flókið og umfangsmikið ferli sem getur reynt á stjórnsýslu ríkja." "Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur," segir Þóra Magnúsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. "Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu ESB, hvað við gerum vel og hverju þarf að breyta." "Það kostar náttúrlega sitt að fara í gegnum þennan feril þannig að það er svo sem sjálfsagt að taka við því fé sem býðst í þessu efni," segir Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur, "en menn ættu samt að hugsa þetta betur því þetta er stuðningur sem var hugsaður fyrir ríki í Austur- og Suður-Evrópu, ríki sem hafa staðið verr efnahagslega en ESB. Þetta er sem sagt eins konar þróunaraðstoð og sumpart skrýtið að ríkt ríki eins og Ísland sé að taka til sín þetta fé. Við þurfum ekkert á þessu að halda til að uppfylla skilyrði aðildar, en eigi að síður heyrir maður að þeir ætli að veita okkur ríkulega af þessu eins og um þróunarríki væri að ræða. Svo er spurning hvort Íslendingar vilji það." "Mér finnst þetta sérlega ógeðfellt," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. "Við höfum gengið til þessara samninga á jafnræðisgrundvelli til að kanna forsendur fyrir því hvort Íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið eða ekki. En þessar kvaðir um að aðlaga okkar stjórnsýslu að stjórnsýslu Evrópusambandsins, með öðrum orðum að laga okkur að ESB í þessu viðræðuferli miðju, er nokkuð sem margir höfðu nú ekki reiknað með að væri jafn umfangsmikið og raun ber vitni. Svo þegar í ofanálag er verið að bera á okkur fé með þessum hætti, þá veldur það óneitanlega örlítilli velgju."
Tengdar fréttir Milljarða styrkir fyrir aðildarviðræður Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. 29. júní 2010 06:30 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Fleiri fréttir Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Sjá meira
Milljarða styrkir fyrir aðildarviðræður Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum. 29. júní 2010 06:30