Innlent

Boða til tunnumótmæla gegn forystu ASÍ

Frá tunnumótmælunum við Alþingi.
Frá tunnumótmælunum við Alþingi.
Tunnumótmæli eru fyrirhuguð fyrir utan Hótel Hilton við Suðurlandsbraut á morgun klukkan tvö, eða á sama tíma og ársfundur ASÍ verður haldinn.

Hópur mótmælanda segja í mótmælaboði, sem finna má á Facebook, að „forysta ASÍ er á meðal þeirra sem opinberuðu það að hún vinnur ekki fyrir launþega heldur fjármagnseigendur. Þar með hefur hún tekið skýra afstöðu gegn heimilunum í landinu og afhjúpað það í leiðinni að hún vinnur ekki fyrir umbjóðendur sína heldur eingöngu í eigin þágu í góðri samvinnu við atvinnurekendur".

Svo segir í lok fundarboðsins: „Það er virkilega brýnt að „tunna" þetta lið út í hvelli! og vart hægt að finna betra tilefni til þess en ársfund ASÍ sem fer fram í lok þessarar viku á hótel Hilton Reykjavík Nordica niður við Suðurlandsbraut. Mætum öll og segjum forystunni upp um leið og við látum kröfuna um að verkalýðsfélögin vinni fyrir fólkið en ekki fjármagnið duna á margföldum hljóðstyrk!"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×