Enski boltinn

Johnson getur ekki beðið eftir næsta tímabili

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Glen Johnson, bakvörður Liverpool, getur ekki beðið eftir að næsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni hefjist svo hægt verði að leggja þetta tímabil til hliðar.

Ekki bara var þetta ömurlegt tímabil hjá Liverpool heldur hefur Johnson verið mikið meiddur.

„Ég er að vonast eftir því að vera leikfær um helgina en það stendur frekar tæpt. Ég hef ekki náð neinum takti í minn leik vegna meiðsla. Um leið og ég komst af stað var ég aftur meiddur. Næsta tímabil getur ekki verið svona slæmt," sagði Johnson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×