Umfjöllun: Selfoss féll með sæmd Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2010 00:01 Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Selfoss bar sigur úr býtum gegn Grindavík 5-2 í síðustu umferð Pepsi-deildar karla í dag. Leikurinn fór fram í mígandi rigningu og roki á Selfossi. Gilles Mbang Ondo skoraði bæði mörk Grindvíkinga og tryggði sér því markakóngstitilinn. Leikurinn hófst heldur rólega og liðin voru lengi í gang. Aðstæður voru skelfilegar en mikið rok og helli demba var á Selfossi í dag. Það var á 12.mínútu leiksins sem heimamenn komust yfir en þeir höfðu verið betri aðilinn í leiknum fyrstu mínúturnar. Viktor Unnar Illugason skoraði fínt mark með þrumuskoti eftir frábæra sending frá Jóni Daða Böðvarssyni. Eftir mark heimamanna tóku Selfyssingar öll völd á vellinum og bættu við öðru marki eftir um hálftíma leik. Sævar Þór Gíslason fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Grindvíkinga og klíndi boltanum í markið. Frábært mark hjá Sævari . Selfyssingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleiknum og sýndu svipaða takta og í byrjun móts. Leikurinn róaðist töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum og hvorugt liðið náði að skapa sér gott marktækifæri fyrir hálfleikinn. Síðari hálfleikurinn byrjaði rólega en vann síðan heldur betur á. Selfyssingar héldu áfram að spila sinn leik og voru strax líklegir að bæta við fleiri mörkum. Á 67.mínútu skoruðu heimamenn þriðja markið en þar var á ferðinni Ingþór Jóhann Guðmundsson. Jón Daði Böðvarsson skeiðaði upp völlinn, gaf fyrir á Ingþór sem var ekki í nokkrum vandræðum með að skjóta boltanum í netið. Nokkrum mínútum síðar komust Selfyssingar í 4-0 en þá var komið að rakarasyninum,Viðari Erni Kjartanssyni. Jóhann Ólafur ,markvörður Selfyssingar, sparkaði boltanum upp allan völlinn, beint á Viðar sem stýrði knettinum auðveldlega í markið. Á 73. mínútu leiksins virtust Grindvíkingar vakna örlítið til lífsins og náðu að jafna metin. Scott Ramsey átti stórkostlega sendingu beint á Gilles Mbang Ondo sem skoraði auðveldlega framhjá Jóhanni Ólafi í marki Selfyssinga. Gilles var þá kominn með 13 mörk í pepsi-deildinni í sumar og nálgaðist markakóngstitilinn óðum. Þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma kom Davíð Birgisson Selfyssingum í 5-1. Viðar Kjartansson var kominn einn í gegn, renndi boltanum á Davíð sem skoraði í autt markið. Aðeins tveimur mínútum eftir mark Davíðs skoraði Gilles Mbang Ondo sitt annað mark í leiknum og minnkaði muninn í 5-2. Fjórtánda mark Gilles staðreynd og hann því markakóngur Pepsi-deildarinnar árið 2010. Niðurstaðan því 5-2 sigur heimamanna í frábærum fótboltaleik. Selfyssingar sönnuðu það í dag að þeir eiga vel heima í Pepsi-deildinni og koma eflaust þangað aftur á næstu árum. Selfoss 5 – 2 Grindavík1-0 Viktor Unnar Illugason (.11) 2-0 Sævar Þór Gíslason (29.) 3-0 Ingþór Jóhann Guðmundsson (67.) 4-0 Viðar Örn Kjartansson (69.) 4-1 Gilles Mbang Ondo ( 73.) 5-1 Davið Birgisson (89.) 5-2 Gilles Mbang Ondo (91.) Áhorfendur: Óuppgefið Dómari: Örvar Sær Gíslason Skot (á mark): 17 - 9 (10-5) Varin skot: Jóhann Ólafur 5 – 4 Óskar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 – 11 Rangstöður: 1 - 1 Grindavík (4-4-2):Óskar Pétursson 6 Jósef Kristinn Jósefsson 4 Auðun Helgason 4 Alexander Magnússon 6 (68. Ray Anthony Jónsson 4) Guðmundur Andri Bjarnason 5 Óli Baldur Bjarnason 4 (52. Hafþór Ægir Vilhjálmsson 5) Jóhann Helgason 6 Orri Freyr Hjaltalín 5 Scott Ramsey 6 Grétar Ólafur Hjartarson 5 (65. Emil Daði Símonarson 5) Gilles Mbang Ondo 8 Selfoss 4-4-2 Jóhann Ólafur Sigurðsson 7 (85. Elías Örn Einarsson - ) Andri Freyr Björnsson 6 Agnar Bragi Magnússon 8 Ingþór Guðmundsson 7 Sigurður Eyberg Guðlaugsson 7 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Martin Dohlsten 7 Jón Daði Böðvarsson 8 *maður leiksins Viðar Örn Kjartansson 8 Sævar Þór Gíslason 7 (73. Ingólfur Þórarinsson 6) Viktor Unnar Illugason 7 (68. Davíð Birgisson 7) Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Selfoss - Grindavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira