Enski boltinn

City vilja fá Gourcuff ef þeir missa af Ribery

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Frank Ribery.
Frank Ribery.
Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City er samkvæmt Daily Star með vararáðstafanir ef þeir ná ekki að krækja í franska leikmann Bayern Munich, Frank Ribery. Sögusagnir segja að þeir séu með augun á Yoann Gourcuff , leikmanni Bordeaux, sem hefur verið kallaði hinn nýji Zidane.

Frank Ribery er á óskalista City líkt og mörg önnur stór nöfn en Real Madrid og Chelsea eru einnig sögð vilja fá Ribery í sínar raðir.

Manchester City berjast nú um meistaradeildarsæti og gæti verið að ef þeim mistekst að ná því er líklegt að leikmenn vilji fara annað en í herbúðir þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×