Innlent

Íslenskum karlmanni byrluð ólyfjan í Tælandi

Pattaya. Íslendingurinn bauð konunum á hótelbergi sitt í borginni Pattaya á Tælandi.
Pattaya. Íslendingurinn bauð konunum á hótelbergi sitt í borginni Pattaya á Tælandi.
Þrjár konur byrluðu íslenskum karlmanni ólyfjan og rændu af honum rúmlega 300 þúsund krónum í Tælandi á aðfaranótt laugardags. Frá þessu er greint á tælenskum fréttamiðlum í dag.

Maðurinn sem er 53 ára bauð konunum á hótelherbergi sitt í borginni Pattaya til að eiga við þær mök eða síðbúins næturgamans eins og það er orðað í tælensku fréttamiðlunum. Eftir að hafa drukkið vatn fann hann skyndilega fyrir mikilli þreytu og í framhaldinu missti maðurinn meðvitund. Þegar hann vaknaði í gærmorgun voru konurnar farnar og 2500 dollarar, eða rúmlega 300 þúsund krónur, horfnir úr seðlaveski hans.

Lögreglan í Pattaya tók skýrslu af manninum og lýsingu af konunum og hefur nú lýst eftir þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×