Innlent

Á ofsahraða í Eldhrauni

Lögreglan á Hvolsvelli stöðvaði 22 ökumenn fyrir að aka of hratt á tímabilinu 4. til 18. janúar. Sá sem ók hraðast var á 147 kílómetra hraða í Eldhrauni vestan við Kirkjubæjarklaustur. Hann má eiga von á sviptingu ökuleyfis og hárri sekt fyrir brotið

Á þessum tveimur vikum urðu sjö umferðaróhöpp í umdæminu lögreglunnar á Hvolsvelli. Engin alvarleg slys urðu á fólki en allir voru í bílbeltum að því er lögregla kemst næst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×