Enski boltinn

Grayson: Aðalatriðið er að komast upp um deild

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grayson fagnar á Old Trafford.
Grayson fagnar á Old Trafford.

Simon Grayson, knattspyrnustjóri Leeds, var ekkert á því að leggjast í neitt þunglyndi þó svo bikarævintýri Leeds væri á enda.

„Við getum tekið margt jákvætt úr þessu og við létum Tottenham virkilega hafa fyrir hlutunum í báðum leikjunum," sagði Grayson í kvöld.

„Aðalmarkmið okkar í vetur er að komast upp um deild og spila fyrir framan 30 þúsund manns í hverri viku," sagði Grayson en tæplega 38 þúsund manns mættu á leikinn í kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×