„Mótmælendur skirrðust ekki við að beita líkamlegu valdi“ 11. maí 2010 15:32 Mótmælandi handtekinn fyrir utan Alþingi. Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í dag um aðkomu Alþingis að málarekstri gegn nímenningum sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi. Spurningar Birgittu voru eftirfarandi: 1. Með hvaða hætti var tekin ákvörðun um aðkomu Alþingis að ákærum gegn níu einstaklingum vegna atburða sem áttu sér stað í Alþingishúsinu og við það 8. desember 2008? 2. Hver óskaði eftir rannsókn málsins og í umboði hvers var það? 3. Er það rétt sem fram kom í máli verjanda tveggja hinna ákærðu fyrir héraðsdómi að skrifstofa Alþingis hafi haft aðkomu að málinu og ef svo er, hver var sú aðkoma og hver var formlegur grundvöllur hennar? Í svari Ástu rekur hún málsatvik eins og þau koma að starfsmönnum þingsins. Hún segir að það hafi verið skrifstofustjóri Alþingis sem óskaði eftir lögreglurannsókn, og þar hafi forseti Alþingis hvergi komi að. Í svarinu kemur fram að myndandsupptaka sýni að þingvörður, sem átti að gæta inngangsins, hafi verið yfirbugaður til að tryggja að mannsöfnuðurinn kæmist óhindraður inn í húsið. Því mátti ætla að hann væri ekki kominn í friðsamlegum tilgangi samkvæmt svari Ástu. Svo segir í svarinu að af samtölunum við þingverði og lögreglumanninn varð enn fremur ráðið að hópurinn skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn sem sátu í þingsalnum á fundi. Því hafi það verið mat aðallögfræðings Alþingis að rík ástæða væri til að málið yrði rannsakað af lögreglu. Þá sagði í svarinu að skrifstofustjóra Alþingis hvíli sjálfstæð skylda til að standa vörð um öryggi starfsmanna Alþingis sem og alþingismanna. Fyrirtaka fer fram í málinu á morgun. Þegar það var þingfest þurfti að færa áhorfendur út úr salnum með lögregluvaldi þar sem ekkert pláss var í salnum að mati dómara Héraðsdóms Reykjavíkur. Svarið má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Forseti Alþingis, Ásta R. Jóhannesdóttir, svaraði fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, á Alþingi í dag um aðkomu Alþingis að málarekstri gegn nímenningum sem hafa verið ákærðir fyrir að ryðjast inn á Alþingi. Spurningar Birgittu voru eftirfarandi: 1. Með hvaða hætti var tekin ákvörðun um aðkomu Alþingis að ákærum gegn níu einstaklingum vegna atburða sem áttu sér stað í Alþingishúsinu og við það 8. desember 2008? 2. Hver óskaði eftir rannsókn málsins og í umboði hvers var það? 3. Er það rétt sem fram kom í máli verjanda tveggja hinna ákærðu fyrir héraðsdómi að skrifstofa Alþingis hafi haft aðkomu að málinu og ef svo er, hver var sú aðkoma og hver var formlegur grundvöllur hennar? Í svari Ástu rekur hún málsatvik eins og þau koma að starfsmönnum þingsins. Hún segir að það hafi verið skrifstofustjóri Alþingis sem óskaði eftir lögreglurannsókn, og þar hafi forseti Alþingis hvergi komi að. Í svarinu kemur fram að myndandsupptaka sýni að þingvörður, sem átti að gæta inngangsins, hafi verið yfirbugaður til að tryggja að mannsöfnuðurinn kæmist óhindraður inn í húsið. Því mátti ætla að hann væri ekki kominn í friðsamlegum tilgangi samkvæmt svari Ástu. Svo segir í svarinu að af samtölunum við þingverði og lögreglumanninn varð enn fremur ráðið að hópurinn skirrðist ekki við að beita líkamlegu valdi til að komast í tæri við þingmenn sem sátu í þingsalnum á fundi. Því hafi það verið mat aðallögfræðings Alþingis að rík ástæða væri til að málið yrði rannsakað af lögreglu. Þá sagði í svarinu að skrifstofustjóra Alþingis hvíli sjálfstæð skylda til að standa vörð um öryggi starfsmanna Alþingis sem og alþingismanna. Fyrirtaka fer fram í málinu á morgun. Þegar það var þingfest þurfti að færa áhorfendur út úr salnum með lögregluvaldi þar sem ekkert pláss var í salnum að mati dómara Héraðsdóms Reykjavíkur. Svarið má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira