Segjast hafa lært að braska hjá Straumi 3. febrúar 2010 06:30 Fjórmenningarnir sem grunaðir eru um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta bera því við að þeir hafi talið sig fara í öllu að lögum við aflandsviðskiptin. Þeir hafi farið eins að og í störfum sínum hjá Straumi fjárfestingarbanka eftir bankahrun, þar sem þeir hafi unnið eftir forskrift Ingibjargar Guðbjartsdóttur, núverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Fjórmenningarnir, Gísli Reynisson, Karl Löve Jóhannsson, Markús Máni Michaelsson og Ólafur Sigmundsson voru yfirheyrðir af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra á föstudag, eftir húsleit á heimilum þeirra og starfsstöð. Félag þeirra, Aserta, hafði stundað viðskipti með gjaldeyri fyrir tugmilljarða við um hundrað viðskiptavini og millifært alls 13 milljarða króna til Íslands, fram hjá gjaldeyrishöftum. Talið er að heildarhagnaðurinn af því hafi numið á bilinu tveimur til fimm milljörðum, þar af hafi nokkur hundruð milljónir runnið til fjórmenninganna. Þrír mannanna störfuðu áður hjá Straumi fjárfestingarbanka, og sinntu þar gjaldeyrisviðskiptum. Þar starfaði einnig lögfræðingurinn Ingibjörg Guðbjartsdóttir, en hún var í maí í fyrra ráðin forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans vegna sérþekkingar sinnar á brotalömum gjaldeyrishaftanna. Mennirnir hafa við yfirheyrslur haldið því fram að þeir hafi hjá Aserta beitt sömu aðferðum og hjá Straumi, en þar hafi þeir einmitt starfað eftir forskrift Ingibjargar, sem hafi vitað nákvæmlega hvað rúmaðist innan ramma laganna og hvað ekki. Þá hafa þeir undir höndum lögfræðiálit sem þeir segja að sýni fram á lögmæti viðskiptanna. Hafi Aserta brotið gegn lögunum hafi það verið af gáleysi, enda hafi mennirnir aldrei farið í felur með viðskipti sín og jafnvel verið í reglulegum samskiptum við Seðlabankann vegna þeirra. Ingibjörg sagði í samtali við Fréttablaðið í gær ofmælt að hún hafi verið arkitektinn að gjaldeyrisviðskiptalíkani Straums. „Ég var bara lögfræðingur þar," segir hún. Þá hafi gjaldeyrisviðskipti Straums verið af allt öðrum toga en þau sem lögregla rannsakar nú. Fyrir það fyrsta hafi Straumur, sem fjármálafyrirtæki, haft leyfi frá Seðlabankanum til að miðla gjaldeyri. Það hafi Aserta ekki haft. Enn fremur hafi gjaldeyrisviðskipti Straums farið í gegnum útibú bankans erlendis, útibúin hafi talist erlendir aðilar og viðskiptin því verið lögleg þar sem höftin tóku aðeins til innlendra aðila. Heimildir Fréttablaðsins herma að deilurnar fyrir rétti, fari mál fjórmenninganna svo langt, muni einmitt stórum snúast um þetta atriði: Hvort Aserta, sem er í eigu Íslendinga en skráð í Bretlandi, telst innlendur eða erlendur aðili í skilningi gjaldeyrislaganna. Fjórmenningarnir fluttu meðal annars lögheimili sitt til Bretlands, að því er virðist í því skyni að styðja við þá röksemdafærslu að þeir teljist erlendir aðilar. Þeir búa þó hérlendis og eiga hér fjölskyldur. Eftir sem áður bárust krónurnar til Íslands og þykir yfirvöldum ljóst að með því hafi brotið verið fullframið með þátttöku innlendra aðila. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Fjórmenningarnir sem grunaðir eru um umfangsmikið ólöglegt gjaldeyrisbrask í gegnum einkahlutafélagið Aserta bera því við að þeir hafi talið sig fara í öllu að lögum við aflandsviðskiptin. Þeir hafi farið eins að og í störfum sínum hjá Straumi fjárfestingarbanka eftir bankahrun, þar sem þeir hafi unnið eftir forskrift Ingibjargar Guðbjartsdóttur, núverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits Seðlabankans. Fjórmenningarnir, Gísli Reynisson, Karl Löve Jóhannsson, Markús Máni Michaelsson og Ólafur Sigmundsson voru yfirheyrðir af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra á föstudag, eftir húsleit á heimilum þeirra og starfsstöð. Félag þeirra, Aserta, hafði stundað viðskipti með gjaldeyri fyrir tugmilljarða við um hundrað viðskiptavini og millifært alls 13 milljarða króna til Íslands, fram hjá gjaldeyrishöftum. Talið er að heildarhagnaðurinn af því hafi numið á bilinu tveimur til fimm milljörðum, þar af hafi nokkur hundruð milljónir runnið til fjórmenninganna. Þrír mannanna störfuðu áður hjá Straumi fjárfestingarbanka, og sinntu þar gjaldeyrisviðskiptum. Þar starfaði einnig lögfræðingurinn Ingibjörg Guðbjartsdóttir, en hún var í maí í fyrra ráðin forstöðumaður gjaldeyriseftirlits Seðlabankans vegna sérþekkingar sinnar á brotalömum gjaldeyrishaftanna. Mennirnir hafa við yfirheyrslur haldið því fram að þeir hafi hjá Aserta beitt sömu aðferðum og hjá Straumi, en þar hafi þeir einmitt starfað eftir forskrift Ingibjargar, sem hafi vitað nákvæmlega hvað rúmaðist innan ramma laganna og hvað ekki. Þá hafa þeir undir höndum lögfræðiálit sem þeir segja að sýni fram á lögmæti viðskiptanna. Hafi Aserta brotið gegn lögunum hafi það verið af gáleysi, enda hafi mennirnir aldrei farið í felur með viðskipti sín og jafnvel verið í reglulegum samskiptum við Seðlabankann vegna þeirra. Ingibjörg sagði í samtali við Fréttablaðið í gær ofmælt að hún hafi verið arkitektinn að gjaldeyrisviðskiptalíkani Straums. „Ég var bara lögfræðingur þar," segir hún. Þá hafi gjaldeyrisviðskipti Straums verið af allt öðrum toga en þau sem lögregla rannsakar nú. Fyrir það fyrsta hafi Straumur, sem fjármálafyrirtæki, haft leyfi frá Seðlabankanum til að miðla gjaldeyri. Það hafi Aserta ekki haft. Enn fremur hafi gjaldeyrisviðskipti Straums farið í gegnum útibú bankans erlendis, útibúin hafi talist erlendir aðilar og viðskiptin því verið lögleg þar sem höftin tóku aðeins til innlendra aðila. Heimildir Fréttablaðsins herma að deilurnar fyrir rétti, fari mál fjórmenninganna svo langt, muni einmitt stórum snúast um þetta atriði: Hvort Aserta, sem er í eigu Íslendinga en skráð í Bretlandi, telst innlendur eða erlendur aðili í skilningi gjaldeyrislaganna. Fjórmenningarnir fluttu meðal annars lögheimili sitt til Bretlands, að því er virðist í því skyni að styðja við þá röksemdafærslu að þeir teljist erlendir aðilar. Þeir búa þó hérlendis og eiga hér fjölskyldur. Eftir sem áður bárust krónurnar til Íslands og þykir yfirvöldum ljóst að með því hafi brotið verið fullframið með þátttöku innlendra aðila. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira