Innlent

Ætla að stuðla að uppbyggingu í Vatnsmýrinni

Mynd/Valgarður Gíslason
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn, segir að nýr meirihluti í borginni ætli að stuðla að uppbyggingu í Vatnsmýrinni, en ekki er þó ljóst hvort það þýðir að flugvöllurinn verði endanlega fluttur þaðan. Dagur kynnti málefnasamning Samfylkingarinnar og Besta flokksins í gærkvöldi, þar sem þetta kom fram og að stefnt sé að sameiningu ýmissa sviða og ráða í borginni, til hagræðingar.

Dagur greindi ekki frá skipun í nefndir og ráð, en sagði að enn væri beðið ákvörðunar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, um hvort hún hygðist taka boði um forsetastól borgarstjórnar.

Jón Gnarr tekur formlega við embætti borgarstjóra á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsinu klukkan tvö í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×