Innlent

Viðbúnir gosi í Eyjafjallajökli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eyjafjallajökull lætur vita af sér. Mynd/ Vilhelm.
Eyjafjallajökull lætur vita af sér. Mynd/ Vilhelm.
Almannavarnir og sérfræðingar á Veðurstofu Íslands og við Háskólann fylgjast grannt með skjálftavirkni við Eyjafjallajökul þessa dagana. Töluverð skjálftavirkni hefur verið í jöklinum upp á síðkastið og má í raun rekja hana allt til áramóta.

Hjörleifur Sveinbjörnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að skjálftavirkni hafi orðið vart síðastliðið sumar. Síðan hafi orðið hlé á en rétt eftir áramótin hafi aftur orðið vart slíkrar virkni. Hann segir vísbendingar um að þarna sé eitthvað kvikuinnskot í gangi.

Hjörleifur segir að fylgst sé vel með gangi mála með tilliti til þess að það geti gosið í jöklinum. „Eyjafjallajökull er eldfjall þannig að maður verður að vera við því búinn bara að það geti gosið. Það gaus 1822 síðast þannig að maður er bara alveg eins viðbúinn því að fylgjast með öllum breytingum," segir Hjörleifur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×