Umfjöllun: Meistarataktur FH kom í leitirnar í seinni hálfleik Elvar Geir Magnússon skrifar 16. september 2010 16:15 Ólafur Páll Snorrason fagnar marki sínu í kvöld sem var þriðja mark FH. Mynd/Valli Íslandsmeistarar FH voru lengi að finna taktinn í Garðabænum í kvöld og lentu undir í fyrri hálfleik. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum fundu Hafnfirðingar taktinn og kláruðu leikinn sannfærandi 4-1. Það má segja að fyrri hálfleikur FH hafi verið sjálfstætt framhald af síðasta leik liðsins þegar það rétt marði Selfyssinga. Pétur Viðarsson braut kjánalega af sér snemma leiks og Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Stjörnumenn skelltu sér í sleðaferð í fagninu fyrir framan myndavélar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar sem er að vinna að þætti um skemmtileg fögn Garðabæjarliðsins. Sóknaraðgerðir FH-inga framan af voru ekki upp á marga fiska og hefur þar líklega spilað inn í hve lengi þeir voru að venjast gervigrasinu umtalaða. Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin úr einum af sárafáum vitrænum sóknaraðgerðum Hafnarfjarðarliðsins. En í seinni hálfleiknum komust FH-ingar á skrið og meistarataktarnir fóru að sjást á ný. Matthías Vilhjálmsson kom þeim yfir með skallamarki eftir skemmtilega hælspyrnu Björns Daníels, sem þó var smá heppnislykt af. Eftir þetta mark náði FH völdunum. Björn Daníel átti frábæran leik í kvöld og kórónaði sína frammistöðu með glæsilegri stungusendingu á Ólaf Pál Snorrason sem kom FH í 3-1 og úrslitin voru ráðin. Atli Guðnason hefur haft hægt um sig í markaskorun en hann minnti á sig örstuttu síðar og FH vann 4-1 sigur. Algjörlega verðskuldaður sigur en lokatölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. FH-ingar refsuðu Stjörnumönnum þegar þeir þurftu að færa sig framar á völlinn. Flottar sóknir sáust en auk Björns Daníels stóð varnarmaðurinn Freyr Bjarnason upp úr í þeirra liði en hann hefur verið gríðarlega öflugur eftir að hafa snúið til baka eftir meiðsli. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tvær umferðir eru eftir. Fimleikafélagið þarf að vinna þá tvo leiki sem það á eftir (gegn Keflavík og Fram) og treyst á að liðin fyrir ofan misstígi sig. Stjarnan - FH 1-4 1-0 Halldór Orri Björnsson (víti 13.) 1-1 Björn Daníel Sverrisson (35.) 1-2 Matthías Vilhjálmsson (61.) 1-3 Ólafur Páll Snorrason (82.) 1-4 Atli Guðnason (83.) Áhorfendur: 747Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-13 (6-7) Varin skot: Bjarni 3 - Gunnleifur 4 Horn: 3-3 Aukaspyrnur fengnar : 13-11 Rangstöður: 2-4 Stjarnan 4-5-1: Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (71. Birgir Hrafn Birgisson -) Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarsson 3 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 5 Arnar Már Björgvinsson 6 Ólafur Karl Finsen 7 FH 4-3-3:Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 4 Freyr Bjarnason 8 Tommy Nielsen 6 (84. Helgi Valur Pálsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 8* - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 6 (87. Gunnar Már Guðmundsson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (75. Gunnar Kristjánsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Íslandsmeistarar FH voru lengi að finna taktinn í Garðabænum í kvöld og lentu undir í fyrri hálfleik. Staðan var jöfn í hálfleik en í seinni hálfleiknum fundu Hafnfirðingar taktinn og kláruðu leikinn sannfærandi 4-1. Það má segja að fyrri hálfleikur FH hafi verið sjálfstætt framhald af síðasta leik liðsins þegar það rétt marði Selfyssinga. Pétur Viðarsson braut kjánalega af sér snemma leiks og Halldór Orri Björnsson skoraði úr vítaspyrnunni sem dæmd var. Stjörnumenn skelltu sér í sleðaferð í fagninu fyrir framan myndavélar ESPN sjónvarpsstöðvarinnar sem er að vinna að þætti um skemmtileg fögn Garðabæjarliðsins. Sóknaraðgerðir FH-inga framan af voru ekki upp á marga fiska og hefur þar líklega spilað inn í hve lengi þeir voru að venjast gervigrasinu umtalaða. Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin úr einum af sárafáum vitrænum sóknaraðgerðum Hafnarfjarðarliðsins. En í seinni hálfleiknum komust FH-ingar á skrið og meistarataktarnir fóru að sjást á ný. Matthías Vilhjálmsson kom þeim yfir með skallamarki eftir skemmtilega hælspyrnu Björns Daníels, sem þó var smá heppnislykt af. Eftir þetta mark náði FH völdunum. Björn Daníel átti frábæran leik í kvöld og kórónaði sína frammistöðu með glæsilegri stungusendingu á Ólaf Pál Snorrason sem kom FH í 3-1 og úrslitin voru ráðin. Atli Guðnason hefur haft hægt um sig í markaskorun en hann minnti á sig örstuttu síðar og FH vann 4-1 sigur. Algjörlega verðskuldaður sigur en lokatölurnar gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. FH-ingar refsuðu Stjörnumönnum þegar þeir þurftu að færa sig framar á völlinn. Flottar sóknir sáust en auk Björns Daníels stóð varnarmaðurinn Freyr Bjarnason upp úr í þeirra liði en hann hefur verið gríðarlega öflugur eftir að hafa snúið til baka eftir meiðsli. FH er tveimur stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar tvær umferðir eru eftir. Fimleikafélagið þarf að vinna þá tvo leiki sem það á eftir (gegn Keflavík og Fram) og treyst á að liðin fyrir ofan misstígi sig. Stjarnan - FH 1-4 1-0 Halldór Orri Björnsson (víti 13.) 1-1 Björn Daníel Sverrisson (35.) 1-2 Matthías Vilhjálmsson (61.) 1-3 Ólafur Páll Snorrason (82.) 1-4 Atli Guðnason (83.) Áhorfendur: 747Dómari: Þóroddur Hjaltalín Jr. 7 Skot (á mark): 12-13 (6-7) Varin skot: Bjarni 3 - Gunnleifur 4 Horn: 3-3 Aukaspyrnur fengnar : 13-11 Rangstöður: 2-4 Stjarnan 4-5-1: Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 5 (71. Birgir Hrafn Birgisson -) Daníel Laxdal 6 Hilmar Þór Hilmarsson 3 Atli Jóhannsson 6 Björn Pálsson 6 Halldór Orri Björnsson 7 Þorvaldur Árnason 5 Arnar Már Björgvinsson 6 Ólafur Karl Finsen 7 FH 4-3-3:Gunnleifur Gunnleifsson 7 Pétur Viðarsson 4 Freyr Bjarnason 8 Tommy Nielsen 6 (84. Helgi Valur Pálsson -) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Hákon Atli Hallfreðsson 6 Björn Daníel Sverrisson 8* - Maður leiksins Ólafur Páll Snorrason 6 (87. Gunnar Már Guðmundsson -) Matthías Vilhjálmsson 7 Atli Guðnason 7 Atli Viðar Björnsson 5 (75. Gunnar Kristjánsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira