Ragnheiður Elín: Best að boða til kosninga 27. júlí 2010 13:47 Ragnheiður Elín segir að boða eigi til kosninga Mynd/Vilhelm Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Ríkisstjórnin vinnur nú að því að skoða möguleikana í stöðunni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, óttast það fordæmi sem skapast ef ríkisstjórnin reynir að grípa inn í samninginn og ógilda hann. „Við erum þannig stödd hér á Íslandi að við þurfum að koma verðmætasköpun og hagvexti í gang og til þess að gera það þurfum við fjárfestingu bæði frá erlendum og innlendum aðilum. Og ef ríkisstjórnin ætlar að viðhafa þau vinnubrögð að grípa inn í og breyta reglum afturvirkt, tel ég að það verði ekki til að auka áhuga hvorki innlendra né erlendra fjárfesta í atvinnusköpun hér á landi." Ragnheiður Elín segir að með lagasetningunni árið 2008 hafi opinbert eignarhald á auðlindum landsins verið tryggt. Hún telur sjálfsagt að ræða um atriði eins og lengdina á leigutímanum, forkaupsréttaratriði og annað slíkt. „...en ef menn ætla að fara að ógilda samninga sem þeir eiga ekki aðkomu að sjálfir þá finnst mér við vera á hættulegri braut." Ragnheiður Elín segir ríkisstjórnina óstarfhæfa. Magma málið sé dæmi um það. Þarf að boða til nýrra kosninga? „Það væri auðvitað best að boða til kosninga. Það sér það hver maður að þessi ríkisstjórn sem nú situr er óstarfhæf. Vinstri grænir hafa svo lengi í þessu samstarfi beygt sig undir vilja samstarfsflokksins og núna með því að setja fram svona hótanir þá eru þeir allavegana hluti kominn á bjargbrúnina, þú getur ekki endalaust sett fram hótanir nema að standa við þær," segir Ragnheiður Elín. Erfið verkefni séu framundan í haust, til dæmis fjárlagagerðin, og ef ríkisstjórnin geti ekki klárað þetta mál geti hún ekki tekið á öðrum málum sem brýnt er að taka á. Það þurfi að koma á starfhæfri ríkisstjórn. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna lýstu því yfir um helgina að þeir ætli ekki að styðja ríkisstjórnina áfram takist ekki að ógilda kaup Magma Energy á HS Orku. Ríkisstjórnin vinnur nú að því að skoða möguleikana í stöðunni. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, óttast það fordæmi sem skapast ef ríkisstjórnin reynir að grípa inn í samninginn og ógilda hann. „Við erum þannig stödd hér á Íslandi að við þurfum að koma verðmætasköpun og hagvexti í gang og til þess að gera það þurfum við fjárfestingu bæði frá erlendum og innlendum aðilum. Og ef ríkisstjórnin ætlar að viðhafa þau vinnubrögð að grípa inn í og breyta reglum afturvirkt, tel ég að það verði ekki til að auka áhuga hvorki innlendra né erlendra fjárfesta í atvinnusköpun hér á landi." Ragnheiður Elín segir að með lagasetningunni árið 2008 hafi opinbert eignarhald á auðlindum landsins verið tryggt. Hún telur sjálfsagt að ræða um atriði eins og lengdina á leigutímanum, forkaupsréttaratriði og annað slíkt. „...en ef menn ætla að fara að ógilda samninga sem þeir eiga ekki aðkomu að sjálfir þá finnst mér við vera á hættulegri braut." Ragnheiður Elín segir ríkisstjórnina óstarfhæfa. Magma málið sé dæmi um það. Þarf að boða til nýrra kosninga? „Það væri auðvitað best að boða til kosninga. Það sér það hver maður að þessi ríkisstjórn sem nú situr er óstarfhæf. Vinstri grænir hafa svo lengi í þessu samstarfi beygt sig undir vilja samstarfsflokksins og núna með því að setja fram svona hótanir þá eru þeir allavegana hluti kominn á bjargbrúnina, þú getur ekki endalaust sett fram hótanir nema að standa við þær," segir Ragnheiður Elín. Erfið verkefni séu framundan í haust, til dæmis fjárlagagerðin, og ef ríkisstjórnin geti ekki klárað þetta mál geti hún ekki tekið á öðrum málum sem brýnt er að taka á. Það þurfi að koma á starfhæfri ríkisstjórn.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira