Innlent

Farfuglaheimili fær Svaninn í dag

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir.

Farfuglaheimilunum í Laugardal og við Vesturgötu verða veitt vottun norræna umhverfismerkisins Svansins í dag til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

Strangar kröfur Svansins tryggja að starfsemi farfuglaheimilanna er í fremstu röð hvað varðar lágmörkun neikvæðra umhverfis- og heilsuáhrifa.

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, veitir leyfið. Leyfisveitingin fer fram í sal Farfuglaheimilisins í Laugardal að Sundlaugavegi 34.

„Farfuglaheimilin hafa lengi verið í fararbroddi í umhverfismálum hér á landi og er vottun í dag staðfesting þess árangurs sem hefur náðst. Það er ánægjulegt að sjá að stöðugt fjölgar í hópi Svansleyfa, enda eru Svansleyfin á Íslandi orðin sjö talsins, auk þess sem 12 aðrar umsóknir hafa borist Umhverfisstofnun" segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×