Innlent

Sendiherra Bandaríkjanna: Enginn eltur hér á landi

Bandaríska sendiráðið eltir engann.
Bandaríska sendiráðið eltir engann.

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, segir sendiráðið ekki standa fyrir njósnum hér á landi en játar að eftirlitssveit hafi verið verið starfrækt. Þetta sagði hann í viðtali í Kastljósi í kvöld.

Aðspurður hvert hlutverk eftirlitssveitarinnar hafi verið svaraði Luis því til að hann gæti ekki farið út í smáatriði en tók sem dæmi að ef starfsmaður sendiráðsins sæi sama manninnn ganga þrisvar fjórum sinnum framhjá sendiráðinu, og starfsmaðurinn upplifi það sem sérkennilega hegðun, þá væri hringt í lögregluna og hún látin vita.

Hann þvertók fyrir að nokkur maður yrði eltur eða að upplýsingum um hann væri safnað.

Fram hefur komið í norrænum fjölmiðlum að bandarísk sendiráð hefðu njósnað um þegna gistiríkisins. Luis þvertekur fyrir að svo sé á Íslandi.

Þess má svo geta að Luis heldur úti bloggi sem má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Norska stjórnin vill öll spil upp á borðið

Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum.

Ekki kunnugt um njósnir - eftirlitssveit samt starfrækt

Utanríkisráðuneytinu er ekki kunnugt um að bandaríska sendiráðið njósni um Íslendinga líkt og hefur gerst á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í svari upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins til Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×