Norska stjórnin vill öll spil upp á borðið 6. nóvember 2010 05:00 Öflug öryggisgæsla er starfrækt í sendiráðinu hér á landi rétt eins og í öðrum löndum. fréttablaðið/Vilhelm Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. Norska sjónvarpsstöðin TV2 skýrði frá þessu í gær. Norsk stjórnvöld hafa gert athugasemdir og krafist skýringa frá bandarískum stjórnvöldum. Jens Stoltenberg forsætisráðherra krefst þess að öll spil verði lögð á borðið í þessu máli. Hann segist ekki hafa vitað neitt af þessu fyrr en fjölmiðlar skýrðu frá málinu í gær. Í sendiráðum Bandaríkjanna eru starfræktar öryggisskrifsstofur, sem sjá meðal annars um öryggisgæslu við sendiráðið. Innan þeirra eru starfrækt teymi, svokölluð Surveillance Detective Units, sem hafa það hlutverk að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við sendiráðið og skrá upplýsingar um einstaklinga sem virðast vera að fylgjast með sendiráðinu. Upplýsingar af þessu tagi hafa á seinni árum verið geymdar í SIMAS, gagnabanka bandarískra stjórnvalda sem ætlaður er til að koma í veg fyrir hryðjuverk og glæpi, meðal annars gegn sendiráðum og starfsfólki þess. Í þennan gagnabanka eru skráðar upplýsingar á borð við nafn, aldur, kyn, hæð, þyngd, augnlit, háralit, heimilisfang, símanúmer, nöfn foreldra, ríkisfang og líkamleg sérkenni. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík vill hvorki neita því né játa að hér á landi sé safnað upplýsingum í gagnabanka af þessu tagi. „Bandaríkjastjórn gerir sér grein fyrir því að sendiskrifstofur okkar víða um heim eru hugsanleg skotmörk,“ segir Laura Gritz, talsmaður sendiráðsins í Reykjavík. „Við eigum í samstarfi við stjórnvöld gistiríkja um að gera allt sem við getum til að vernda sendifulltrúa okkar og starfsfólk, þar á meðal innlenda starfsmenn á hverjum stað,“ segir hún en tekur fram: „Við gefum ekki nákvæmar upplýsingar um tilteknar öryggisráðstafanir.“ „Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt njósna- eða öryggissamstarf hér á landi,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra. „En ef svo er þá er það eitthvað sem ég tel að ég sem dómsmálaráðherra ætti að vita um, og þá ætti að upplýsa mig um slíkt, og það hefur ekki verið gert.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Bandaríska sendiráðið í Osló hefur starfrækt leyniþjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. Norska sjónvarpsstöðin TV2 skýrði frá þessu í gær. Norsk stjórnvöld hafa gert athugasemdir og krafist skýringa frá bandarískum stjórnvöldum. Jens Stoltenberg forsætisráðherra krefst þess að öll spil verði lögð á borðið í þessu máli. Hann segist ekki hafa vitað neitt af þessu fyrr en fjölmiðlar skýrðu frá málinu í gær. Í sendiráðum Bandaríkjanna eru starfræktar öryggisskrifsstofur, sem sjá meðal annars um öryggisgæslu við sendiráðið. Innan þeirra eru starfrækt teymi, svokölluð Surveillance Detective Units, sem hafa það hlutverk að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við sendiráðið og skrá upplýsingar um einstaklinga sem virðast vera að fylgjast með sendiráðinu. Upplýsingar af þessu tagi hafa á seinni árum verið geymdar í SIMAS, gagnabanka bandarískra stjórnvalda sem ætlaður er til að koma í veg fyrir hryðjuverk og glæpi, meðal annars gegn sendiráðum og starfsfólki þess. Í þennan gagnabanka eru skráðar upplýsingar á borð við nafn, aldur, kyn, hæð, þyngd, augnlit, háralit, heimilisfang, símanúmer, nöfn foreldra, ríkisfang og líkamleg sérkenni. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík vill hvorki neita því né játa að hér á landi sé safnað upplýsingum í gagnabanka af þessu tagi. „Bandaríkjastjórn gerir sér grein fyrir því að sendiskrifstofur okkar víða um heim eru hugsanleg skotmörk,“ segir Laura Gritz, talsmaður sendiráðsins í Reykjavík. „Við eigum í samstarfi við stjórnvöld gistiríkja um að gera allt sem við getum til að vernda sendifulltrúa okkar og starfsfólk, þar á meðal innlenda starfsmenn á hverjum stað,“ segir hún en tekur fram: „Við gefum ekki nákvæmar upplýsingar um tilteknar öryggisráðstafanir.“ „Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt njósna- eða öryggissamstarf hér á landi,“ segir Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra. „En ef svo er þá er það eitthvað sem ég tel að ég sem dómsmálaráðherra ætti að vita um, og þá ætti að upplýsa mig um slíkt, og það hefur ekki verið gert.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira