Enski boltinn

Delph með slitið krossband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fabien Delph verður frá í átta mánuði.
Fabien Delph verður frá í átta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Miðvallarleikmaðurinn Fabian Delph hjá Aston Villa verður frá næstu átta mánuðina eftir að kom í ljós að hann er með slitið krossband í vinstra hné.

Delph meiddist á æfingu í síðustu viku og staðfesti félagið í dag að um alvarleg meiðsli væri að ræða.

Hann er aðeins átján ára gamall en nú er ljóst að hann verður frá þar til snemma á næsta ári. Delph kom til Aston Villa frá Leeds á síðasta ári en náði ekki að vinna sér fast sæti í liðinu á núverandi leiktíð. Hann hefur alls komið við sögu í fimmtán leikjum í vetur en aðeins fjórum sinnum verið í byrjunarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×