Félag íslenskra bókaútgefenda óttast ólæsi 2. maí 2010 12:57 Kristján B. Jónasson., Félag íslenskra bókaútgefenda úthlutaði í dag fyrstu styrkjunum úr nýstofnuðum Skólasafnasjóði til bókasafna grunnskólanna samkvæmt tilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Þar segir að markmið sjóðsins er að vekja athygli á þeim gríðarlega niðurskurði sem orðið hefur á framlögum til bókasafna grunnskólanna um allt land. Nöfn tíu skóla voru dregin út í beinni útsendingu hjá Sirrý á Rás tvö og hljóta skólabókasöfn hvers skóla um sig, 30 þúsund króna styrk til bókakaupa. Í Viku bókarinnar dreifa bókaútgefendur Ávísun á lestur inn á öll heimili landsins en með hana í höndum er hægt að fá 1.000 kr. afslátt af bókakaupum. Af hverri ávísun sem nýtt er til bókakaupa renna 100 krónur í Skólasafnasjóð og er hægt að mæla með sínum skóla með því að skrifa nafn hans á ávísunina. Með því að úthluta styrkjum úr sjóðnum vill Félag íslenskra bókaútgefenda minna á mikilvægi þess starfs sem unnið er á skólabókasöfnum um allt land. „Skólabókasöfnin eru hornsteinn lestrarhvatningar barna á Íslandi," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. „Þegar tekin er ákvörðun um að stöðva fjárveitingar til þeirra er beinlínis verið að hvetja til hnignunar bókmenningarinnar, sem er óumdeilt einn mikilvægasti þátturinn í sjálfsmynd okkar sem þjóðar - við erum bókaþjóð. Lestrarhæfni er grundvöllur námsárangurs og við höfum alls ekki náð þeim árangri sem við viljum í alþjóðlegum námsmatskönnunum, líkt og PISA. Ég trúi því ekki að nokkur vilji þjóðfélag sem elur upp ólæs börn." Skólarnir sem hljóta styrk að þessu sinni eru tíu talsins: Brekkubæjarskóli Akranesi, Brekkuskóli Akureyri, Grunnskólinn Borgarnesi, Lundarskóli Akureyri, Lækjarskóli Hafnarfirði, Melaskóli Reykjavík, Myllubakkaskóli Reykjanesbæ, Barnaskóli Norðfjarðar, Grunnskóli Bolungarvíkur og Öskjuhlíðarskóli Reykjavík. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Félag íslenskra bókaútgefenda úthlutaði í dag fyrstu styrkjunum úr nýstofnuðum Skólasafnasjóði til bókasafna grunnskólanna samkvæmt tilkynningu frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Þar segir að markmið sjóðsins er að vekja athygli á þeim gríðarlega niðurskurði sem orðið hefur á framlögum til bókasafna grunnskólanna um allt land. Nöfn tíu skóla voru dregin út í beinni útsendingu hjá Sirrý á Rás tvö og hljóta skólabókasöfn hvers skóla um sig, 30 þúsund króna styrk til bókakaupa. Í Viku bókarinnar dreifa bókaútgefendur Ávísun á lestur inn á öll heimili landsins en með hana í höndum er hægt að fá 1.000 kr. afslátt af bókakaupum. Af hverri ávísun sem nýtt er til bókakaupa renna 100 krónur í Skólasafnasjóð og er hægt að mæla með sínum skóla með því að skrifa nafn hans á ávísunina. Með því að úthluta styrkjum úr sjóðnum vill Félag íslenskra bókaútgefenda minna á mikilvægi þess starfs sem unnið er á skólabókasöfnum um allt land. „Skólabókasöfnin eru hornsteinn lestrarhvatningar barna á Íslandi," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. „Þegar tekin er ákvörðun um að stöðva fjárveitingar til þeirra er beinlínis verið að hvetja til hnignunar bókmenningarinnar, sem er óumdeilt einn mikilvægasti þátturinn í sjálfsmynd okkar sem þjóðar - við erum bókaþjóð. Lestrarhæfni er grundvöllur námsárangurs og við höfum alls ekki náð þeim árangri sem við viljum í alþjóðlegum námsmatskönnunum, líkt og PISA. Ég trúi því ekki að nokkur vilji þjóðfélag sem elur upp ólæs börn." Skólarnir sem hljóta styrk að þessu sinni eru tíu talsins: Brekkubæjarskóli Akranesi, Brekkuskóli Akureyri, Grunnskólinn Borgarnesi, Lundarskóli Akureyri, Lækjarskóli Hafnarfirði, Melaskóli Reykjavík, Myllubakkaskóli Reykjanesbæ, Barnaskóli Norðfjarðar, Grunnskóli Bolungarvíkur og Öskjuhlíðarskóli Reykjavík.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels