Enski boltinn

Rooney líka bestur hjá blaðamönnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney í leik með Manchester United.
Wayne Rooney í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Samtök knattspyrnublaðamanna í Englandi hafa útnefnt Wayne Rooney hjá Manchester United leikmann ársins.

Rooney hlaut yfirburðakosningu en alls fékk hann um 80 prósent atkvæðanna. Didier Drogba varð annar í kjörinu og Carlos Tevez þriðji.

Fyrir stuttu var Rooney útnefndur leikmaður ársins af leikmönnum deildarinnar en hann hefur skorað 34 mörk fyrir United á tímabilinu. Hann var reyndar líka valinn bestur af samtökum stuðningsmanna deildarinnar.

„Ég er mjög ánægður með að vinna verðlaun sem á svo ríka sögu á bak við sig," sagði Rooney. „Ég er mjög stoltur að bætast í hóp þeirra frábæru leikmanna sem hafa hlotið verðlaunin síðan 1948."

„Ég vil nota þetta tækifæri og þakka stjóranum mínum, Alex Freguson, og öllum þjálfurum og samherjum mínum hjá United. Án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×