Enski boltinn

Zola býðst að vera áfram hjá West Ham

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gianfranco Zola.
Gianfranco Zola. Getty Images
Gianfranco Zola verður boðið að stýra West Ham áfram á næsta tímabili. Meðal framkvæmdastjóranna í ensku úrvalsdeildinni hefur framtíð hans verið í einni mestri óvissu.

Hann hefur sjálfur neitað að tjá sig um framtíðina en annar eigandi félagsins, David Gold, hefur nú sagt að hann vilji að Zola stýri aðalliði félagsins áfram.

West Ham hefur bjargað sér frá falli úr deildinni en það mátti ekki tæpara standa.

"Ég vil að Franco verði hér áfram. Hann hefur ferið til heljar og baka og tímabilið hefur verið honum erfitt. Ég vil að hann fái annað tækifæri en hann er líka maður sem veit hvenær hann þarf að taka sér frí."

"Maður veit aldrei, þú þarft að spyrja hann, en vonandi náum við saman um að hann verði hér áfram," sagði Gold.

Það er því ljóst að framtíðin er í höndum Zola, honum býðst að vera áfram hjá Hömrunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×