Enski boltinn

Hodgson: Verður ekki auðvelt að sannfæra Torres og Gerrard

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson á Anfield í gær.
Roy Hodgson á Anfield í gær. Nordic Photos / Getty Images

Roy Hodgson á von á því að það verði alls ekki auðvelt að sannfæra leikmenn eins og Steven Gerrard og Fernando Torres um að þeir eigi að vera áfram hjá Liverpool.

Hodgson var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Liverpool og sagðist hann vilja halda öllum sterkustu leikmönnum félagsins. En hann gerir sér grein fyrir því að það verður alls ekki auðvelt.

„Við munum berjast með kjafti og klóm að halda okkar bestu leikmönnum, hvort það eru Steven, Fernando, Mascherano eða hver sem er," sagði Hodgson við enska fjölmiðla.

„En ég get ekki þvingað þá til að vera áfram. Ég gat bara reynt að sannfæra þá um að ef þeir verða áfram hér þá munum við eiga gott tímabil framundan og að það sé enn frábært að fá að spila fyrir félag eins og Liverpool."

„En það þarf að gera meira fyrir Steven en að lofa hinu og þessu. Hann verður að sjá í verki að félagið ætli sér að fá leikmenn í hans gæðaflokki honum við hlið í liðinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×