Innlent

Fangelsi fyrir innflutning á kókaíni og kannabisræktun

Maðurinn var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Maðurinn var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir meðal annars innflutning á 110 grömmum af kókaíni. Einnig var hann dæmdur fyrir kannabisræktun og umferðarlagabrot.

Kókaíninu smyglaði hann í gegnum Leifsstöð í nóvember 2008 en í sama mánuði og aftur í mars á þessu ári fundust samtals 163 kannabisplöntur og og um 630 grömm af kannabislaufum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×