Innlent

Einn maður býr í Skeifunni

Einhvern veginn svona segist Gísli Marteinn sjá fyrir sér hugsanlegar betrumbætur á Skeifunni. Mynd/Gísli MARteinn
Einhvern veginn svona segist Gísli Marteinn sjá fyrir sér hugsanlegar betrumbætur á Skeifunni. Mynd/Gísli MARteinn

Einn maður er með lögheimili í Skeifunni, meðan jafn stórt svæði hinum megin Miklubrautar hýsir þrettán hundruð manns, að mestu í einbýlishúsum. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi bendir á þetta. Skeifan sé gott dæmi um tækifæri til að þétta byggð í borginni.

„Þarna geta léttilega búið um þrjú þúsund manns,“ segir hann. Gísli vill bjóða eigendum húsa í Skeifunni að byggja upp á nýtt og hærra. „Oft heldur fólk, þegar maður er að tala um endurnýjun byggðar, að það eigi að byggja á græna blettinum í hverfinu, en tækifærin eru víðar.“

Skeifan hafi verið byggð sem iðnaðarsvæði í útjaðri borgarinnar. Nú er hún miðsvæðis, með Laugardalinn skammt undan, allar vegtengingar og lagnir til staðar: „Ólíkt nýjum hverfum fyrir austan þarf ekki að leggja vatn og rafmagn eða neitt. Stofnkostnaðurinn er því miklu minni.“

Gísli stingur upp á blandaðri byggð, þar sem verslanir fái neðstu hæðina en íbúðir verði fyrir ofan.

„Þarna er hrikalega farið með verðmætt land. Svona svæði hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun erlendis og engin ástæða til að gera ekki hið sama hér.“

- kóþ



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×