Innlent

Ríkisstjórnin hefji þegar viðræður við Alcoa og BMG

25 þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að ríkisstjórninni verði falið nú þegar að hefja viðræður við Alcoa á Íslandi og kínverska álfyrirtækið Bosai Mineral Group.

Markmið viðræðnanna yrðiað ljúka samningum um uppbyggingu orkufreks iðnaðar við Húsavík á grundvelli viljayfirlýsingar stjórnvalda, og sveitarfélaganna á svæðinu sem undirrituð var 22. október 2009. Ennfremur segja þingmennirnir að markmiðið sé að skapa ný störf, verja störf og afla þjóðarbúinu mikilvægra gjaldeyristekna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×