Innlent

Konur lifa í 83 ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kringlan. Mynd/ Anton.
Kringlan. Mynd/ Anton.
Meðalævilengd kvenna var 83,3 ár í fyrra en 79,7 ár hjá körlum, samkvæmt upplýsingum í Landshögum 2010, árbók Hagstofunnar, sem kemur út í tuttugasta sinn í dag, á Alþjóðadegi hagtalna sem haldinn er að tilstuðlan Sameinuðu þjóðanna.

Í tilefni dagsins hafa verið teknar saman ýmsar tölfræðilegar staðreyndir um barnið sem fæðist 20. október 2010. Einnig eru birtar ýmsar athyglisverðar staðreyndir um íslenskt samfélag á vefnum.

Fara á vef Hagstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×