Innlent

Fyrsti farmurinn af sumargotssíld á leiðinni í land

Fjölveiðiskipið Ingunn AK er nú á leið til Vopnafjarðar með fyrsta farminn úr íslensku sumargotssíldinni á þessari vertíð.

Farmurinn er 900 tonn, sem skipið fékk í tveimur köstum á Breiðafirði, rétt utan við Stykkishólm í gær.

Byrjunarkvóti var gefinn út um síðustu helgi og var Ingunn fyrst á miðin eftir það.

Að sögn skipverja á Ingunni lítur síldin vel út og er enga sýkingu að sjá á henni, hvað sem kemur í ljós þegar farið verður að flaka hana. Fleiri skip eru nú á leið í Breiðafjörðinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×