Innlent

Sólskinsdrengurinn fékk heiðursverðlaun

Friðrik var í Suður-Kóreu þegar verðlaunin voru afhent og gat því ekki veitt þeim viðtöku.
Friðrik var í Suður-Kóreu þegar verðlaunin voru afhent og gat því ekki veitt þeim viðtöku. Mynd: GVA
Sólskinsdrengurinn, heimildarmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um einhverfa drenginn Kela, vann til Heiðursverðlauna á Voice-verðlaunahátíðinni sem voru afhent í Paramount Studios í Hollywood. Friðrik gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en hann var að kynna síðustu mynd sína Mömmu Gógó í Suður-Kóreu.  

Verðlaunin eru veitt leikstjórum og framleiðendum sem með verkum sínum hafa stuðlað að auknum skilningi almennings um geðrænar raskanir, en eins og kunnugt er fjallar Sólskinsdrengurinn um baráttu móður við að ná sambandi við 11 ára einhverfan son sinn en þau fara m.a. til Bandaríkjanna í leit að lausnum.

Sólskinsdrengurinn eða „A mother's courage: Talking back to autism", eins og hún kallast vestra, hefur hlotið fádæma viðtökur víða um heim, en hún var tekin til sýninga í kvikmyndahúsum Hollywood og New York í lok síðasta mánaðar.

 Gagnrýnendur, á borð við Variety og Moving pictures, sögðust hafa upplifað myndina líkt og þeir hefðu orðið vitni að kraftaverki.  Myndin var sýnd síðastliðinn apríl á sjónvarpsstöðin HBO, sem hefur 40 milljónir áskrifendur.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×