Innlent

Heimili og skóli: Niðurskurður harmaður

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra.

Stjórn Heimilis og skóla fagnar þeim orðum mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur að fyrir þjóð sem er að byggja sig upp skipti öflugt menntakerfi sköpum. Í tilkynningu frá samtökunum segir að ráðherra hafi sent bréf þess efnis til skóla á öllum skólastigum, sveitarfélaga, skólanefnda, foreldrafélaga og ýmissa hagsmunaaðila á dögunum.

Stjórnin harmar hinsvegar að á sama tíma og ráðherra leggi áherslu á mikilvægi menntunar sé verið að skera niður á öllum skólastigum og framhaldsskólarnir standa frammi fyrir miklum niðurskurði. Samtökin hvetja því stjórnvöld til þess að endurskoða þessar tillögur um niðurskurð og að þær verði dregnar til baka.

Stjórn vill með þessu taka undir orð ráðherra og hvetja alla til að taka höndum saman um að hlúa sem best að velferð barna og ungmenna á öllum skólastigum. Brýnt er að við núverandi aðstæður í samfélaginu finni skólar fyrir stuðningi frá stjórnvöldum, grenndarsamfélaginu og öllum þeim sem taka þátt í skólastarfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×