Innlent

Rafiðnaðarskólinn í nýtt húsnæði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nýtt húsnæði Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða. Mynd/ Sigurjón
Nýtt húsnæði Rafiðnaðarskólans að Stórhöfða. Mynd/ Sigurjón
Þrátt fyrir að mjög margir iðnaðarmenn finni nú tímabundið fyrir verkefnaskorti, eftir að efnahagsóveðrið skall á Íslandi af fullum þunga fyrir tveimur árum síðan, hefur nemendum ekkert fækkað í Rafiðnaðarskólanum. Þar stunda nú um 1000 manns nám á hverju ári, samkvæmt upplýsingum frá Rafiðnaðarsambandinu.

Rafiðnaðarskólinn er um þessar mundir að flytja í nýtt húsnæði að Stórhöfða 27. Skólinn er búinn að vera í Skeifunni 11 í rúm tuttugu ár, eða síðan haustið 1989. Samkvæmt upplýsingum frá Rafiðnaðarsambandinu þótti stjórnendum hans það húsnæði vera orðið óhentugt að mörgu leyti.

Samkvæmt upplýsingum frá Rafiðnaðarsambandinu er nýja húsnæðið á tveimur hæðum. Rýmið er alls yfir 1200 fermetrar sem skiptist meðal annars í kennslustofur og sveinsprófsbása og skrifstofur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×