Innlent

Fjögur fíkniefnabrotamál á dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umferðarlagabrotum fjölgaði í september. Mynd/ Stefán.
Umferðarlagabrotum fjölgaði í september. Mynd/ Stefán.
Um fjögur fíkniefnabrotamál komu til kasta lögreglunnar á hverjum degi að meðaltali í september síðastliðnum, samkvæmt tölfræði Ríkislögreglustjóra sem kom út í dag. Brotin voru alls 119 talsins. Þau voru um 30% færri í fyrra en um 30% fleiri árið 2008. Flest voru brotin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Akureyri.

Umferðarlagabrotum fjölgaði um 27% í september í ár miðað við sama mánuð í fyrra. Brotin voru 4644 talsins í liðnum mánuði en 3654 í september í fyrra. Hraðakstursbrot voru 3270, sem er svipaður fjöldi og í september 2008 en þau voru nokkuð færri í fyrra. Þjófnaðarbrot, innbrot og brot sem varða ölvun við akstur voru færri en í september síðustu tvö ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×