Hyggst verja friðarverðlaununum til uppbyggingar skóla í Afríku Heimir Már Pétursson skrifar 16. október 2010 19:10 Baráttukonan og rithöfundurinn Alice Walker ætlar að verja Lennon/Ono friðarverðlaununum til uppbyggingar skóla fyrir stúlkur í Kenya. Hún segir kynþáttamismunun enn eiga sér stað í Bandaríkjunum, enda séu fleiri svartir Bandaríkjamenn í fangelsum en í háskólum landsins. Alice Walker er meðal þekktustu og virtustu mannréttindafrömuða og rithöfunda Bandaríkjanna. Hún er af fátækum foreldrum í Georgíu fylki komin, en móðir hennar var staðráðin í að koma henni til mennta. Ung að árum hitti hún Martin Luther King og nítján ára gömul tók hún þátt í milljón manna göngu svartra til Washington árið 1963. Síðast var hún handtekin þegar hún á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2003, rauf ásamt öðrum varnarlínu lögreglu um Hvíta húsið til að mótmæla fyrirhuguðu stríði Bandaríkjamanna í Írak.Segir Obama standa frammi fyrir öflugum andstæðingum Aðspurð hvort kynþáttafordómar séu enn við lýði í Bandaríkjunum segir Walker: „Já, kynþáttafordómar eru við lýði. Það breytir ekki þeirri staðreynd, þótt við höfum forseta af afrísk-amerískum uppruna, að það eru 2 milljónir manna af afrískum-amerískum uppruna í fangelsum. Mjög stór hluti íbúa okkar er í fangelsum, reyndar fleiri í fangelsum en í háskólum. Þetta er því mjög skýrt dæmi um kynþáttafordómana kerfisins." Walker er einlægur stuðningsmaður Baracks Obama forseta en segir hann standa frammi fyrir öflugum andstæðingum. Walker var ein fjögurra sem fékk Lennon/Ono friðarverðlaunin um síðustu helgi. Þegar hún tók við verðlaununum sagðist hún hafa verið vinur Johns og Yoko í áratugi án þess að hafa nokkru sinni hitt þau. „Það var John sem varð til þess að ég komst yfir inngróna andstöðu mína við þann möguleika að hvítur maður fengi varanlegan aðgang að hjarta sem ekki væri hvítt. Þegar hann var myrtur varð ég slíkum harmi slegin að ég gat vart staðið upprétt."Peningarnir fara til munaðarlausra barna Walker er frægust fyrir bók sína Purpuraliturinn. En hún fæst enn við skriftir og berst gegn kynþáttamismunun og fyrir mannréttindum og er ekki í vafa um hvað hún ætlar að gera við sex milljón króna verðlaunafé sitt. „Ég fann strax að það mikilvægasta við þessi verðlaun myndi vera það að ég gæfi þau frá mér um leið. Það fannst mér frábært," segir Walker. Sjálf þurfi hún enga viðurkenningu, lífið sjálft sé hennar verðlaun. Peningarnir fari til munaðarlausra barna í Kenya sem misst hafi foreldra sína úr alnæmi. „Það má nýta þessa peninga til að byggja vatnskerfi svo börnin þurfi ekki að ná í vatnið úr ánni. Það má byggja svefnskála fyrir stúlkur og kannski fyrir stráka líka. Þetta gleður mig því mikið," segir Walker. Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Baráttukonan og rithöfundurinn Alice Walker ætlar að verja Lennon/Ono friðarverðlaununum til uppbyggingar skóla fyrir stúlkur í Kenya. Hún segir kynþáttamismunun enn eiga sér stað í Bandaríkjunum, enda séu fleiri svartir Bandaríkjamenn í fangelsum en í háskólum landsins. Alice Walker er meðal þekktustu og virtustu mannréttindafrömuða og rithöfunda Bandaríkjanna. Hún er af fátækum foreldrum í Georgíu fylki komin, en móðir hennar var staðráðin í að koma henni til mennta. Ung að árum hitti hún Martin Luther King og nítján ára gömul tók hún þátt í milljón manna göngu svartra til Washington árið 1963. Síðast var hún handtekin þegar hún á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 2003, rauf ásamt öðrum varnarlínu lögreglu um Hvíta húsið til að mótmæla fyrirhuguðu stríði Bandaríkjamanna í Írak.Segir Obama standa frammi fyrir öflugum andstæðingum Aðspurð hvort kynþáttafordómar séu enn við lýði í Bandaríkjunum segir Walker: „Já, kynþáttafordómar eru við lýði. Það breytir ekki þeirri staðreynd, þótt við höfum forseta af afrísk-amerískum uppruna, að það eru 2 milljónir manna af afrískum-amerískum uppruna í fangelsum. Mjög stór hluti íbúa okkar er í fangelsum, reyndar fleiri í fangelsum en í háskólum. Þetta er því mjög skýrt dæmi um kynþáttafordómana kerfisins." Walker er einlægur stuðningsmaður Baracks Obama forseta en segir hann standa frammi fyrir öflugum andstæðingum. Walker var ein fjögurra sem fékk Lennon/Ono friðarverðlaunin um síðustu helgi. Þegar hún tók við verðlaununum sagðist hún hafa verið vinur Johns og Yoko í áratugi án þess að hafa nokkru sinni hitt þau. „Það var John sem varð til þess að ég komst yfir inngróna andstöðu mína við þann möguleika að hvítur maður fengi varanlegan aðgang að hjarta sem ekki væri hvítt. Þegar hann var myrtur varð ég slíkum harmi slegin að ég gat vart staðið upprétt."Peningarnir fara til munaðarlausra barna Walker er frægust fyrir bók sína Purpuraliturinn. En hún fæst enn við skriftir og berst gegn kynþáttamismunun og fyrir mannréttindum og er ekki í vafa um hvað hún ætlar að gera við sex milljón króna verðlaunafé sitt. „Ég fann strax að það mikilvægasta við þessi verðlaun myndi vera það að ég gæfi þau frá mér um leið. Það fannst mér frábært," segir Walker. Sjálf þurfi hún enga viðurkenningu, lífið sjálft sé hennar verðlaun. Peningarnir fari til munaðarlausra barna í Kenya sem misst hafi foreldra sína úr alnæmi. „Það má nýta þessa peninga til að byggja vatnskerfi svo börnin þurfi ekki að ná í vatnið úr ánni. Það má byggja svefnskála fyrir stúlkur og kannski fyrir stráka líka. Þetta gleður mig því mikið," segir Walker.
Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira