Enski boltinn

Evans verður áfram hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonny Evans.
Jonny Evans. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði í gærkvöldi að Jonny Evans hafi skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið.

Evans hefur verið á mála hjá United síðan hann var sextán ára gamall en hefur bæði verið lánaður til Sunderland sem og Royal Antwerp í Belgíu. Hann hefur svo tekið miklum framförum á síðustu tveimur árum og nú komið við sögu í 64 leikjum með United til þessa.

„Jonny hefur sannað sig," sagði Ferguson í viðtali á MUTV í gærkvöldi. Félagið á þó enn eftir að tilkynna formlega að nýr samningur hafi verið gerður við Evans. „Hann hefur skrifað undir nýjan samning og það hjálpar mér að byggja upp lið til framtíðar."

Samkvæmt enskum fjölmiðlum er talið að Evans eigi eftir að skrifa undir samninginn en að það sé aðeins formsatriði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×