Innlent

Lífeyrissjóðir fjármagna kaup á íbúðum fyrir aldraða

Lífeyrissjóðurinn Gildi er meðal þeirra sem fjárfesta í íbúðunum.
Lífeyrissjóðurinn Gildi er meðal þeirra sem fjárfesta í íbúðunum.

Fjórir lífeyrissjóðir fjármagna kaup á 78 íbúðum fyrir aldraða að Suðurlandsbraut 58-62 sem Grund-Mörkin hefur ráðist í.

Það eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður sem standa saman að fjármögnun íbúðanna samkvæmt tilkynningu frá lífeyrissjóðunum og Capacent fjárfestingaráðgjöf.

Þetta er niðurstaða 1.300 milljón króna skuldabréfaútboðs sem Capacent Fjárfestingaráðgjöf hafði umsjón með.

Grund-Mörkin er félag í eigu dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar og eru þessi kaup stærsta fjárfesting Grundar í áttatíu ár. Í fjölbýlishúsunum í Mörkinni verður boðið upp á fyrsta flokks þjónustuíbúðir fyrir fólk frá sextugu.

Stærð íbúðanna er frá 80 fermetrum og upp í um 140 fermetra. Þær eru tilbúnar til sölu og afhendingar með vönduðum innréttingum og gólfefnum.

Um íbúðarréttar-fyrirkomulag verður að ræða og verði stillt í hóf, enda markmið hjá Grund-Mörkinni að gera flestum kleyft að ráða við það fjárhagslega að flytja í þessar fallegu íbúðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×