Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í nýju umhverfi

Nýtt fréttasett Stöðvar 2 verður tekið í notkun í kvöld. Mynd/ vilhelm.
Nýtt fréttasett Stöðvar 2 verður tekið í notkun í kvöld. Mynd/ vilhelm.
Útlit frétta Stöðvar 2 tekur stakkaskiptum í kvöld. Þá verður í fyrsta skipti sent út frá nýju fréttasetti með nýrri upphafskynningu. Allt útlit og umgjörð fréttatímans verður annað en verið hefur undanfarin fimm ár.

Útlit fréttatímans hefur nánast verið óbreytt frá því árið 2005, en þá tók fréttastofan í notkun sýndarveruleikaforrit þar sem umgjörð fréttanna var framkölluð. Nýja fréttasettið er þannig staðsett að áhorfendur sjá inn á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis aftan við fréttaþul.

Með breytingunum aukast möguleikar á beinum útsendingum þar sem fleiri en einn koma í viðtal í myndveri Stöðvar 2 í Skaftahlíð. Þetta þýðir að Ísland í dag flyst úr myndveri stöðvarinnar á Krókhálsi í myndverið í Skaftahlíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×