Frestur væri bestur á aðildarviðræðum 9. apríl 2010 07:00 Fyrrum utanríkisráðherra hefur miklar áhyggjur af því að landið sé að einangrast og telur allra mikilvægast að ákveðið verði hvar landið eigi að standa meðal annarra þjóða. Einhver þurfi að koma fram og tala með ESB-aðild. fréttablaðið/anton Íslendingar þurfa að gera upp hug sinn og ákveða hvar þeir vilja vera í samfélagi þjóða. Það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við ESB en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, í viðtali við Clemens Bomsdorf, blaðamann þýska Financial Times, sem birtist í gær á netsíðu hans, High North. Blaðamaðurinn spyr Ingibjörgu hvernig hún meti líkindi þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. „Ég veit það ekki. Ég held að það verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta gæti breyst, en þá þurfum við einhvern til að berjast fyrir inngöngu. Það er enginn að því núna. Af hverju veit ég ekki. Kannski eru þau hrædd við að taka umræðuna því almenningsálitið er svolítið á móti öllu sem erlent er. Útlendingar eru vondu gæjarnir um þessar mundir. Að tala fyrir meiri samvinnu við ESB er ekki líklegt til vinsælda," segir Ingibjörg. Hún nefnir að ekki sé meirihluti fyrir aðild á Alþingi. Misheppnaður Evrópuleiðangur og einangrun landsins sé það sem hún hafi mestar áhyggjur af og hugsi um daglega. Yngri kynslóðin og „besta fólkið okkar" muni ekki telja það góðan kost að búa á einangruðu Íslandi. „Í gegnum aldirnar hefur okkur ávallt farnast best í samvinnu við önnur lönd," segir hún. Í stað þess að skilgreina hagsmuni landsins og rækja samband við alla bandamenn sína séu Íslendingar „að gera þetta mjög illa. Við erum að stofna til slagsmála á hverjum vettvangi og ég held að það sé rangt. Við erum lítið land sem þarf á bandamönnum að halda," segir hún. Kjánalega hafi til að mynda verið farið með sambandið við Bandaríkjamenn, allar götur síðan um aldamót. Þrjóska hafi einkennt þau samskipti. Íslendingar hafi krafist þess að fjórar þotur skyldu vera á landinu, þegar öllum mátti vera ljóst að það þjónaði engum tilgangi. Ingibjörg Sólrún hafnar því að velja skuli eina þjóð, svo sem Þýskaland eða Noreg, sem sérstaka vinaþjóð, komi það niður á sambandinu við aðrar þjóðir. Jafnvel hagsmunir Norðmanna geti verið andstæðir íslenskum. klemens@frettabladid.is Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Íslendingar þurfa að gera upp hug sinn og ákveða hvar þeir vilja vera í samfélagi þjóða. Það væri jafnvel betra að fresta yfirstandandi viðræðum við ESB en að halda þeim áfram í óvissu um hvert sé stefnt. Þetta segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, í viðtali við Clemens Bomsdorf, blaðamann þýska Financial Times, sem birtist í gær á netsíðu hans, High North. Blaðamaðurinn spyr Ingibjörgu hvernig hún meti líkindi þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. „Ég veit það ekki. Ég held að það verði ekki samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta gæti breyst, en þá þurfum við einhvern til að berjast fyrir inngöngu. Það er enginn að því núna. Af hverju veit ég ekki. Kannski eru þau hrædd við að taka umræðuna því almenningsálitið er svolítið á móti öllu sem erlent er. Útlendingar eru vondu gæjarnir um þessar mundir. Að tala fyrir meiri samvinnu við ESB er ekki líklegt til vinsælda," segir Ingibjörg. Hún nefnir að ekki sé meirihluti fyrir aðild á Alþingi. Misheppnaður Evrópuleiðangur og einangrun landsins sé það sem hún hafi mestar áhyggjur af og hugsi um daglega. Yngri kynslóðin og „besta fólkið okkar" muni ekki telja það góðan kost að búa á einangruðu Íslandi. „Í gegnum aldirnar hefur okkur ávallt farnast best í samvinnu við önnur lönd," segir hún. Í stað þess að skilgreina hagsmuni landsins og rækja samband við alla bandamenn sína séu Íslendingar „að gera þetta mjög illa. Við erum að stofna til slagsmála á hverjum vettvangi og ég held að það sé rangt. Við erum lítið land sem þarf á bandamönnum að halda," segir hún. Kjánalega hafi til að mynda verið farið með sambandið við Bandaríkjamenn, allar götur síðan um aldamót. Þrjóska hafi einkennt þau samskipti. Íslendingar hafi krafist þess að fjórar þotur skyldu vera á landinu, þegar öllum mátti vera ljóst að það þjónaði engum tilgangi. Ingibjörg Sólrún hafnar því að velja skuli eina þjóð, svo sem Þýskaland eða Noreg, sem sérstaka vinaþjóð, komi það niður á sambandinu við aðrar þjóðir. Jafnvel hagsmunir Norðmanna geti verið andstæðir íslenskum. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira