Grunlaus um alvarleika Icesave fyrr en þremur mánuðum fyrir hrun Höskuldur Kári Schram skrifar 13. apríl 2010 18:30 Íslensk stjórnvöld voru grunlaus um að skuldbindingar vegna Icesave reikninga Landsbankans gætu fallið á ríkið. Málið kom ekki til umfjöllunar hjá stjórnvöldum fyrr en tæpum þremur mánuðum fyrir hrun. Ítarlega er fjallað um aðdraganda Icesave málsins í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Greint er frá fundum stjórnar Tryggingasjóðs innstæðueigenda árin fyrir hrun og þá sérstaklega horft til umræðu hvað varðar getu sjóðsins til að standa við skuldbindingar vegna innlána. Í lok árs 2007 komu fram fyrstu áhyggjur manna af því að sjóðurinn hefði ef til vill ekki fjármuni til að mæta skuldbindingum. Þá voru tryggðar innistæður komnar í 2.300 milljarða króna og höfðu fimmfaldast á aðeins tveimur árum. Sjóðurinn réð þá rétt yfir rúmum tíu milljörðum. Á sama tíma náðu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi hámarki og námu þá rúmum 620 milljörðum. Þetta var hálfu ári áður en bankinn stofnaði Icesave í Hollandi. Áhyggjur manna í árslok 2007 sneru þó ekki að mögulegri ríkisskuldbindingu vegna Icesave. Í skýrslu rannsóknanefndar segir: „það var ekki fyrr en eftir að fyrirspurnir bárust frá erlendum stjórnvöldum um mánaðamótin júlí-ágúst 2008 sem álitaefni um hugsanlegar skyldur íslenska ríkisins að þessu leyti komu til umfjöllunar hjá íslenskum stjórnvöldum." Í raun voru ekki til nein skýr fyrirmæli frá stjórnvöldum hvernig bregðast ætti við fyrirspurn hollenskra og breskra stjórnvalda. Málið kom til að mynda ekki til umræðu á fundum samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika síðustu tvo mánuðina fyrir hrun. Íslensk stjórnvöld virðast því hafa verið algerlega grunlaus um þá hættu að Icesave reikningar Landsbankans gætu fallið á íslenska skattgreiðendur. Rannsóknarnefndin telur ennfremur líklegt að ráðaleysi íslenskra stjórnvalda hafi leitt til þess að bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Fjármálaráðherra segir að aðgerðar- og andvaraleysi hafi verið ríkjandi í málinu. „Ég vænti þess að seint og um síðir verði umræðan um Icesave málið málefnalegri þegar menn hafa þessa ítarlegu kortlagningu nefndarinnar um aðdraganda þess að þessi ósköp urðu til og hvernig það gat gerst að þessu var leyft að verða til og verða að þessari ófreskju sem það varð." Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld voru grunlaus um að skuldbindingar vegna Icesave reikninga Landsbankans gætu fallið á ríkið. Málið kom ekki til umfjöllunar hjá stjórnvöldum fyrr en tæpum þremur mánuðum fyrir hrun. Ítarlega er fjallað um aðdraganda Icesave málsins í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Greint er frá fundum stjórnar Tryggingasjóðs innstæðueigenda árin fyrir hrun og þá sérstaklega horft til umræðu hvað varðar getu sjóðsins til að standa við skuldbindingar vegna innlána. Í lok árs 2007 komu fram fyrstu áhyggjur manna af því að sjóðurinn hefði ef til vill ekki fjármuni til að mæta skuldbindingum. Þá voru tryggðar innistæður komnar í 2.300 milljarða króna og höfðu fimmfaldast á aðeins tveimur árum. Sjóðurinn réð þá rétt yfir rúmum tíu milljörðum. Á sama tíma náðu innistæður á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi hámarki og námu þá rúmum 620 milljörðum. Þetta var hálfu ári áður en bankinn stofnaði Icesave í Hollandi. Áhyggjur manna í árslok 2007 sneru þó ekki að mögulegri ríkisskuldbindingu vegna Icesave. Í skýrslu rannsóknanefndar segir: „það var ekki fyrr en eftir að fyrirspurnir bárust frá erlendum stjórnvöldum um mánaðamótin júlí-ágúst 2008 sem álitaefni um hugsanlegar skyldur íslenska ríkisins að þessu leyti komu til umfjöllunar hjá íslenskum stjórnvöldum." Í raun voru ekki til nein skýr fyrirmæli frá stjórnvöldum hvernig bregðast ætti við fyrirspurn hollenskra og breskra stjórnvalda. Málið kom til að mynda ekki til umræðu á fundum samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika síðustu tvo mánuðina fyrir hrun. Íslensk stjórnvöld virðast því hafa verið algerlega grunlaus um þá hættu að Icesave reikningar Landsbankans gætu fallið á íslenska skattgreiðendur. Rannsóknarnefndin telur ennfremur líklegt að ráðaleysi íslenskra stjórnvalda hafi leitt til þess að bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Íslandi. Fjármálaráðherra segir að aðgerðar- og andvaraleysi hafi verið ríkjandi í málinu. „Ég vænti þess að seint og um síðir verði umræðan um Icesave málið málefnalegri þegar menn hafa þessa ítarlegu kortlagningu nefndarinnar um aðdraganda þess að þessi ósköp urðu til og hvernig það gat gerst að þessu var leyft að verða til og verða að þessari ófreskju sem það varð."
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira