Innlent

Vel sést til gosstöðvanna frá Vestmannaeyjum

Þessa mynd tók Egill Egilsson frá Vestmannaeyjum.
Þessa mynd tók Egill Egilsson frá Vestmannaeyjum.

Vel sést til gossins frá Vestmannaeyjum en þessar myndir sem fylgja með fréttinni voru teknar á milli sjö og átta í kvöld. Þar má greinilega sjá gosmökkinn auk þess sem íbúar sögðust sjá öskufallið austar.

Það hefur verið jafn gangur á gosinu í allan dag og lítið breyst. Vindáttin er hinsvegar vera að breytast.

Þessa mynd var Erna Ing. svo vinalega að senda Vísi.

Hún verður norðvestlæg þegar líður á kvöldið og gosmökkurinn liggur því til suðausturs í nótt. Því mun hann leita yfir Álftaver, Mýrdal og síðan Austur Eyjafjöll.

Á morgun leggst mökkurinn til suðurs yfir Eyjafjöll samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Mökkurinn mun líklega ekki ná lengra en til vesturs en ekki er útlilokað að hann nái til Vestmannaeyja. Að öður leitinu til ætt að vera léttskýjað. Þá mun sjást vel til gosmakkarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×